Mánudagur, 4. apríl 2016
RÚV-mótmælin: auglýsing á fjölmiðlavaldi
RÚV auglýsti í hádeginu að mótmæli á Austurvelli yrðu í beinni útsendingu. RÚV undirbjó jarðveginn í tvær vikur og vill ekki missa af þessu tækifæri til sýna áhrifamátt sinn.
Vitanlega ber RÚV ekki ábyrgð á skemmdarverkum á alþingi Íslendinga og öðru ofbeldi.
En RÚV kallar til verka, hannar atburðarás og ætlar sér hlutverk í framhaldinu.
Maður handtekinn vegna skyrsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt, þetta er allt samkvæmt áætlun hjá hönnunardeild stjórnarandstöðuekkifréttastofu Rúvsins.
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 14:36
já ekki gleima að bulla eitthvað um hvernig rúv plataði afganginn af heiminum til að vera með.
Ingi Þór Jónsson, 4.4.2016 kl. 14:43
Vill svo skemmtilega til að NRK verður einnig með beina útsendingu. Íbúar Simmababwe er loksins orðnir heimsfrægir.
Jón Páll Garðarsson, 4.4.2016 kl. 15:40
Sömu frasarnir og í Icesave málinu endurteknir með miklum þunga af stjórnarandstöðunni í beinni útsendingu frá Alþingi núna í þessu frasarnir eru; Álit alþjóðasamfélgsins á Íslandi verður hræðilegt og bla, og við verðum hundsuð, bla, bla, nákvæm endurtekning og var í Icesave málinu. Engin skírskotun til laga eða reglugerða, aðeins orðaflaumur af lýsingaorðum og stemmningin er tjúnað upp eins og bardagi eigi að fara fram. Þetta sama fólk hafði svo innilega rangt fyrir sér um Icesave og líka ESB, óskandi að þau hefðu eitthvað lært.
Eitt er víst við sem þjóð Ísland uppskárum virðingu og þakklæti annara þjóða fyrir að standa í fæturnar gegn rangindum Icesavesamningsins, einnig vöktum mikla jákvæða athygli fyrir að draga umsóknina til baka um ESB aðild. Að endingu þá erum við frjáls frá kröfuhöfum hrægammasjóðanna. RÚV hefur ekki séð ástæðu til að slá upp fjölmiðla veislu vegna þessara atburða.
Anna Björg Hjartardóttir, 4.4.2016 kl. 15:54
Þeir eiga eftir að tala um Kúbu norðursins. Svo kom fram á vef The Guardian að ekki hefði tekist að sýna fram á að nein lög hefðu verið brotin en "Vinstri Hjörðin" vill ekki hafa það neitt með en einn ágætur bloggari Guðbjörn Jónsson, segir að RÚV og Jóhannes Kr. Kristjánsson hafi brotið lög með umfjölluninni. Nú vantar ekki annað en að starfsaðferðir RÚV og "Vinstri Hjarðarinnar" verði teknar til RÆKILEGRAR endurskoðunar og sú fullyrðing endurskoðuð hvort RÚV sé miðill ALLRA landsmanna?
Jóhann Elíasson, 4.4.2016 kl. 16:54
Satt Jóhann, eiga eftir að nefna Kúpu norðursins, heyrist að Úrhrök heimsins hafi komið í staðin.
Anna Björg Hjartardóttir, 4.4.2016 kl. 17:10
Nei þeir þora ekki að nota Kúbu-frasann - því Gylfi Magnússon á hann skuldlausan og svo er hann MISHEPPNAÐASTI frasi sögunnar og stuðningsmönnum Ices(L)ave til ævarandi skammar.
Jóhann Elíasson, 4.4.2016 kl. 18:54
Á hvaða plánetu býr þetta lið?
Jón Ragnarsson, 4.4.2016 kl. 19:17
Jón Ragnarsson, svei mér þá ég veit ekki hvar þetta lið býr og enn síður hvað það hugsar.....
Jóhann Elíasson, 4.4.2016 kl. 19:49
Já einmitt Anna Björg, þetta er allaf sama Icesave þjóðin sem hlýðir kalli upplýsingamiðstöðvar Samfylkingarinnar.
Þannig er nú lýðræðis ástinn á þeim bæjunum að fjármunir til uppihalds þessarar kosningavélar Samfylkingarinnar er hreinlega stolið af okkur hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Það er sérkennilegt að þetta Icesave lið sem endalaust er kallað þjóðin tapaði Í Icesave kosningum tvisvar og átrúnaðar goð þeirrar þjóðar skildu ekki vilja meirihlutans og sátu sem fastast.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2016 kl. 20:33
Nú er ég búinn að gleyma....var þetta Icesave ekki eitthvað sem kommalufsurnar settu í gang þegar þeir seldu vinum sínum bankana hérna í Den og komu þeim í hendur "mönnunum sem kunna þetta svo miklu betur"?
Árni Gunnarsson, 4.4.2016 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.