Ólafur Ragnar styður lýðveldið, ekki bananaútgáfu fjölmiðla

Ólafur Ragnar Grímsson styður fullveldi þjóðarinnar, stjórnfestu og stjórnskipun lýðveldisins. Það sýndi hann í Icesave-málinu og í umræðunni um stjórnarskrána.

Síðustu vikur hefur þjóðin orðið vitni af fjölmiðlaherferð gegn forsætisráðherra sem náði hámarki með siðlausri blaðamennsku í Kastljósi í gær.

Fjölmiðlar, með RÚV í broddi fylkingar, freista þess að hanna atburðarás sem lýkur með afsögn forsætisráðherra og falli ríkisstjórnarinnar.

Nái fjölmiðlar sínu markmiði er komið fordæmi sem mun skaða almannahagsmuni. Pólitík mun snúast í auknum mæli um að skapa stemningu í samfélaginu, þar sem rétt og rangt er aukaatriði.

Ólafur Ragnar mun ekki hlaða undir bananaútgáfu fjölmiðla af lýðveldinu.


mbl.is Forsetinn flýtir heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er auðvitað ekkert í lagi með þig Páll minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 10:57

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er ekki Ólafur að flýta sér heim til að vera á staðnum þegar Sigmundur skilar umboði sínu?

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 11:06

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eða hvernig á Ólafur Ragnar að bjarga sínum pólitíska fóstursyni??

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 11:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Panama og önnur skjól fyrir fjárglæframenn hafa löngum verið kölluð bananalýðveldi. 

En nú hefur síðuhöfundur snúið þessu við. Tugir og hundruð fjölmiðla um allan heim á að kenna við banana, ekki skattaskjólin og þá stjórnmálamenn sem hafa skipt við þau. 

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2016 kl. 11:32

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Ragnar forseti mun áreiðanlega hafa af því áhyggjur þegar hann sér erlenda fjölmiðla hæðast að bananalýðveldinu Íslandi og birta mynd af forsætisráðherra vorum í fremur metnaðarsnauðum félagsskap.

Árni Gunnarsson, 4.4.2016 kl. 12:11

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Það er mikilvægt að setja banana í réttar öskjur eins og aðra ávexti.

Árni Gunnarsson, 4.4.2016 kl. 12:13

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Að sögn þeirra sem þekkja þetta IJIC (In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists) betur en ég, þá stendur á stöðum á netinu í dag að peningatankurinn Geroge Soros sé fjárhagslegur stuðningsmaður á bak við þá með sín auðæfi og sem enginn veit hvaðan koma.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2016 kl. 12:27

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið: George Soros heitir tankurinn víst. Þá er hægt að velta vögnum yfir skotmarkinu (að ná til og rústa Pútin)

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2016 kl. 12:29

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Öðru megin: Pútín, Assad, Úkraníuforseti, arabískir sheikar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Hinu megin: Flestallir vestrænir fjölmiðlar og þó víðar sé leitað.

Hvorum treystum við frekar?

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 13:23

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ó enn hafa þeir ekki verið upplýstir um sannleikann,en það er verið að vinna að því.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 13:35

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við treystum að sjálfstöðu George Soros, Elliot Carver og Skeggja Skaftasyni. Þannig er bara það.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2016 kl. 14:07

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jæja, þið um það. Ég þarf núna að vinna svo ég komist á Austurvöll á eftir.

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 14:12

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Össur, alias Skeggi Skaftason, þú þurftir auðvitað að vera mættur á þingfund í Alþingi í dag ekki seinna en kl. 15.00.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 17:52

14 Smámynd: rhansen

Stjórnarandstaðann er svo sem ekki að verða sjálfri ser og landi sinu til skammar  i fyrsta sinn enda ekki haft "ÚTVARÐ ALLRA LANDSMANNA"   áður sem sinn bandamann  sem  kemur úr nú opinberuð úr  felum sem politiksk niðurrifsafl  inni  Islenska þjóðfelag  !!  Niðurrfsöflin dansa sinn Hrunadans  og nokkrar sálir dansa með !

rhansen, 4.4.2016 kl. 18:10

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju þarf Össur Skarpheðinsson (Skeggi Skaftason hér á þessari síðu) að vera að fela sig í rit og tjáningarfrelsisskjóli? Hvað er Össur greyið að reina að fela?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2016 kl. 18:34

16 Smámynd: Elle_

Góður punktur, Jóhann.

Elle_, 4.4.2016 kl. 19:40

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er aldeilis að menn hafa áhuga á minni kennitölu og raunheimanafni. En ég get upplýst lesendur um það að ég hef skrifað hér undir þessu nafni í mörg herrans ár og bið lesendur um að dæma það sem ég skrifa út frá orðum mínum.

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 22:30

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þau hafa nú mörg verið bæði ljót og röng í gegnum tíðina, hvort heldur þú ræðir pólitík eða trúmál.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 22:53

19 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig í andsk. veistu þetta Páll? Ertu í beinu sambandi við ÓRG?

Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 23:10

20 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skeggi, menn eru dæmdir út frá orðum sínum vissulega, en einnig út frá gjörðum sínum. Skorað hefur verið á þig og annan aðila sem hefur verið duglegur að tjá sig í skjóli nafnleyndar, Prédikarann, að koma fram undir réttu nafni.

Í fyrsta lagi hélt ég að það yrði að vera ábyrgðarmaður á færslu á Moggablogginu. Hvers vegna leyfir Mogginn að örfáir einstaklingar þurfa ekki að fylgja sömu reglum og við hin? Í öðru lagi eigna nú mjög margir Össuri Skarphéðinssyni þín skrif. Ef þú ert ekki Össur þá er ekki sanngjarnt gagnvart honum að honum séu eignuð skrif Skeggja.

Wilhelm Emilsson, 8.4.2016 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband