Sunnudagur, 3. apríl 2016
Guardian: ekkert ólögmætt eða óheiðarlegt hjá Sigmundi Davíð
Breska blaðið Guardian fjallar ítarlega um Wintris, félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, og segir:
Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)
Einhverra hluta vegna fór þetta framhjá Kastljósi RÚV, sem kepptist við að draga upp þá mynd að forsætisráðherrahjónin séu bæði lögbrjótar og óheiðarleg.
Viðtalið við Sigmund - orðrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert ótrúlegur Páll. Hvernig í andsk. á einhver að sjá eithvað sem er hulið, þess vegna er Tortóla skattaskjól. Þú ert ekki svo tregur að sjá það ekki í hendi þér, eða hvað?
Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 22:56
Jónas: Hvernig vitum við að Jóhanna og Steingrímur eiga ekki breska og hollenska mútupeninga á Tortóla eða í Sviss?
Hvernig vitum við að þú eigir ekki illa fengið fé á Bahamas?
Við vitum það auðvitað ekki. Það getur enginn sannað að hann eigi ekki leynisjóð.
Þess vegna gera siðmenntuð samfélög kröfu um að ásökunum fylgi sannanir.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 23:02
Kemmst það ekki enn inni höfuð manna að þetta eru peningar geymdir i BANKA !! ARFUR Önnu Sigurlaugar ...það er ekki allt i lagi i þessu landi !
rhansen, 3.4.2016 kl. 23:05
Heimil margra hér á landi eru skattaskjól, þar eru faldir svartir peningar sem ekki eru borgaðir skattar af.
Anna Björg Hjartardóttir, 3.4.2016 kl. 23:09
anna björg - rétt það er mikið til af svörtum peningum hjá okkur og flestir ef ekki allir sem eiga svarta peninga segjast hafa borgað skatta af þeim eins og af annari innkomu. og ég er ekki að segja að peningar sdg og frú séu svartir - ef ég ætti peninga í skattaskjóli þá myndi ég segja að ég borgaði skatta af allri minni innkomu (ef það kæmist upp að ég ætti peninga í skattaskjóli) en það væru bara mín orð sem fáir myndu trúa. lang lang flestir reyna að forðast skatta og er það bara mannlegt - mit mat
Rafn Guðmundsson, 3.4.2016 kl. 23:32
Þú gefur ranga mynd af umfjöllun Guardian um málið. Í heild er hún mjög neikvæð og í hugum Breskra lesenda vekur hún trúlega minningar um Icesave og að Íslendingum sé ekki treystandi.
Agla, 3.4.2016 kl. 23:35
Viltu ekki þýða þetta líka fyrir okkur, Páll?
On Monday, Gunnlaugsson is expected to face allegations from opponents that he has hidden a major financial conflict of interest from voters ever since he was elected an MP seven years ago.
...
Leaked papers show Gunnlaugsson co-owned a company called Wintris Inc, set up in 2007 on the Caribbean island of Tortola in the British Virgin Islands, to hold investments with his wealthy partner, later wife, Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
...
Court records show that Wintris had significant investments in the bonds of three major Icelandic banks that collapsed during the financial crisis which began in 2008. Wintris is listed as a creditor with millions of dollars in claims in the banks' bankruptcies.
Mr Gunnlaugsson became prime minister in 2013 and has been involved in negotiations about the banks which could affect the value of the bonds held by Wintris.
Skeggi Skaftason, 3.4.2016 kl. 23:45
Erum við komin aftur í miðaldir? Eru nornaveiða bara sjálfsagt mál?
Ég held að landsmenn ættu aðeins að hugsa, þá kannski átta þeir sig á plotti fréttastofu Samfylkingar. Svo eru hinar ýmsu stofnanir sem haldið er uppi af þjóðinni komnar til leiks:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/03/leikarar_svorudu_sidferdislegum_brestum/
Þetta er þjóðinni til háborinnar skammar!!
Gunnar Heiðarsson, 3.4.2016 kl. 23:55
Rafn, peningar sem greiddir eru skattar af eru ekki svartir. Engin spyr annað fólk um svarta peninga og oftast ekki skatturinn heldur því þeir peningar eru í "földu hagkerfi".
Þér finnst það bara mannlegt að forðast að borga skatta en mundu að það hafa verið birtar staðfestar sannanir frá endurskoðenda um að greiddir voru skattar af arfi Önnu Sigurlaugar. Ég vil bara benda á tvískinnung og hræsni fólks að krossa sig yfir að það hljóti að vera siðleysi að forsætisráðherrahjónin voru efnuð áður en hann byrjaði í pólitík. Þessar nornaveiðar ganga út á að það sé glæpur að eiga peninga og það sem hann gerði 2009 að millifæra sinn hlut yfir á konuna sína finnst mér að hljóti að vera eðlilegt í ljósi þess að hann var Ð fara í pólitík.
Anna Björg Hjartardóttir, 3.4.2016 kl. 23:59
gunnar heiðarsson - reyndar er ég nokkuð viss um að landsmenn séu sjaldan þessu vant að 'hugsa' og þetta kemur samflykingunni ekkert við. þú veist það sjálfur en ert að ýta málinu annað. þetta sér almenningu líka núna.
Rafn Guðmundsson, 3.4.2016 kl. 23:59
Páll,
þú myndir í alvörunni gera fólki eins og Gunnari Heiðarssyni og Önnu Björgu Hjartardóttur mikinn greiða ef þú myndir þýða og birta alla fréttina úr Guardian. Því þau skilja alls ekki um hvað málið snýst.
Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 00:16
Málið hefur snúist um það að SDG leyndi Alþingi og þjóðinni því að eiga hlut í aflandsfyrirtæki.
Þetta liggur nú fyrir og þetta var ekki heiðarlegt.
Hins vegar liggja engin gögn fyrir enn um undanskot frá skatti og meðan svo er snýst málið ekki um það.
Ómar Ragnarsson, 4.4.2016 kl. 00:33
Hans, þú ert ekki með á nótunum. Ég geri ráð fyrir að þú hafir séð þáttinn kl.18,00 í kastljósi ekki satt? Ef svo, þá sástu að gögn fylgdu öllu því sem sett var fram þar. Jafnvel sala SDG á hlut sínum, í félagi sem átti eignir upp á um miljarð var selt á 1 dollar, daginn fyrir lagabreytingu, sem skyldaði þingmenn um að upplýsa eignarstöðu sína og nákomna. Þú ert með hallærislega smjörklkípu sem gengur ekki lengur, ætlaði að setja innan sviga, geri ekki, en segji við þig, drullastu til að fara að hugsa maður.
Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 00:45
Ættum við aðeins að ympra herna á LEYNISKJÖLUNUM hennar Jóhönnu og hans Steingrims ..ætli þð se ekki mest það af öllu sem er að setja landið og miðin á hvolf ..það er eldurnn sem vinsti menn óttast og einkis látið ófreistað að koma stjórninni fyrir kattrnef áður en það tekst ...
rhansen, 4.4.2016 kl. 00:52
Það kom ekkert nýtt fram í Kastljósinu í gær annað en að landsmenn fengu að sjá ómengað hið pólitíska RÚV. Það var ekkert ólöglegt við að eiga peninga í aflandsfélags, það er heldur ekkert ólöglegt við að losa sig frá eignarhaldi og lögin sem skylda þingmenn til að gera grein fyrir hagsmunum tóku ekki gildi fyrr en eftir að eignarhaldið var losað.
Jafnvel Guardian sem hefur allan sinn fróðleik frá Steingrími Joð sér ekkert ólöglegt í gerningnum. Geti SDG sýnt fram á að skattar hafi verið greiddir af þessum peningum þá er málið dautt.
Ragnhildur Kolka, 4.4.2016 kl. 09:44
Já ótrúlegt, Guardian, Aftenposten, BBC, tja, bara allir heimsins fjölmiðlar, láta mata sig á áróðri frá RÚV og Steingrími J. og Samfylkingunni!
Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.