Kaffihúsaumræðan, taka tvö

Kaffihúsaumræða Boga og félaga á RÚV fékk alþjóðlega vídd í Kastljósi kvöldsins þar sem evrópskir fréttamenn voru kallaðir til vitnis um að aflandsfélag eiginkonu forsætisráðherra væri frétt.

Þrátt fyrir að 35 mínútur af Kastljósi væri helgaðar forsætisráðherra, Bjarna Ben. var skipt inn á á 35 mín., kom ekkert fram um fjármál Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs, sem ekki lá fyrir. Anna Sigurlaug stofnaði félagið Wintris fyrir hrun og eignaðist það að fullu áður en stjórnmálaferill Sigmundar Davíðs hófst.

Stóra fréttin var að Lionel Messi á líka félag á aflandseyju. Það skýrir hvers vegna hann var svona lélegur í leiknum á móti Real Madrid í gær - kaffihúsaumræðan kemur mönnum úr jafnvægi hvort heldur á Íslandi eða Spáni.


mbl.is Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

er ekki í lagi með þig elsku kallinn?

Þetta er auðvitað skelfilegt mál allt saman. Auðvitað geta ekki óbreyttir félagar í þessum stjórnmálaflokkum borið ábyrgð á óábyrgu háttarlagi þessara stjórnmálaforingja.

Þetta er ekki til fallið að hafa af þessu gaman og getur ekki hlakkað í neinum manni sem eitthvað hefur milli eyrnanna. Maður hélt satt að segja að stjórnmálamenn hefð lært af reynslunni. 

Kristbjörn Árnason, 3.4.2016 kl. 19:54

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég held að þú hafir ekkert horft á Kastljósið. 

Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 19:55

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ja, veit ekki hvaða þátt þú horfðir en samkvæmt mínum bókum, byggt á heimildum Alþingis, þá sat SDG á þing frá 25 apríl 2009, og samkvæmt þættinum, þá gerði hann ekki grein fyrir þessu félagi sínu fram til 31 des, þangað til að hann "seldi" félagið til kærustu sinnar. Alveg sama hvað og hversu hátt kórinn hér í kvöld mun syngja, þá braut hann reglur Alþingis að skrá ekki félagði. Hitt er svo annnað, sem margir hér hljóta að vera stoltir af, að nú er SDG að meika það, kominn í fréttirnar með vinum margra hér, Putin, Assad og fleiri. Það er eitthvað....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.4.2016 kl. 19:58

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://panamapapers.sueddeutsche.de/en/

Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 19:59

5 Smámynd: Óskar

það hefur fækkað í varnarliðinu en alltaf getur maður treyst á "ekkibaugsbloggarann"!

Óskar, 3.4.2016 kl. 20:14

6 Smámynd: Laxinn

Vel mælt!

Laxinn, 3.4.2016 kl. 20:35

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Spurning mín hversvegna er byrjað á Íslandi getur verið að stjórnarandstöðunni liggi svona á að að reina að fella ríkisstjórnina og fá til þess erlenda hrægamma.  

Valdimar Samúelsson, 3.4.2016 kl. 21:03

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei hundleiðinlegt leikrit,en maður passar sig í færslum,þegar brennur ýmislegt á manni.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2016 kl. 21:08

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - það er nú gaman að sjá varðhunda stjórnarherrana góla og gelta út um allt - ekki slæmur dagur það

Rafn Guðmundsson, 3.4.2016 kl. 21:18

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við skulum ekki kalla Ísland bananalýðveldi. Það væri móðgun við bananalýðveldin.

Sigurður M Grétarsson, 3.4.2016 kl. 21:29

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru löggurnar Bogi og Örvar hættir?
 
Nei "Óskar fjandmaður minn" nú gætir maður varúðar því ekkert má spyrjast út,sem maður er með á prjónunum. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2016 kl. 21:43

12 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta hlýtur að vera heimsmet í kaffihúsaumræðu

Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 22:35

13 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Frægasta og mest notaða skattaskjólið er undir koddanum. Svartir peningar almennings er innkoma sem er falin í skattaskjóli - frá ríkisskattstjóra.

Sigmundur og hans kona borguðu alla skatta af sinni innkomu og erfðafé. 

Anna Björg Hjartardóttir, 3.4.2016 kl. 22:36

14 identicon

Meðvirkni er það sem helst hrjáir framsóknarmenn þessa dagana. Dæmalaus tilsvör Sigurðar Inga og bullpistlar siðuhafa eru gott dæmi um það.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 22:41

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekki fyrir alla að svara með  fallbyssukjaft miðandi á sig.--Þær skipta engu máli Sigfús Ómar þessar dagsetningar,þú ert ekkert frekar að meika það-- Sigmundur skrifaði undir þær eftir að hafa svarað því sem spurt var um. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 00:37

16 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig veistu það áreiðanlega Anna Björg? Hefur þú gögn um þessa staðhæfingu þína, eða trúir þú bara á álfa og huldufólk, og orð SDG.

Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband