Egill, Bogi og kaffihúsaumræðan

RÚV er í vanda vegna herferðarinnar gegn forsætisráðherra, sem byggist ekki á fréttum heldur endurteknum ýkjum, hálfsannleik og handvali á heimildamönnum með ,,rétta" skoðun. Bogi Ágústsson, RÚV-maður til áratuga, var kallaður til vitnis í þætti Gísla Baldurssonar á RÚV, auðvitað, um það hvort fréttastofa RÚV hefði farið offari í málinu gegn forsætisráðherra.

Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."

Bogi skilgreinir ekki frétt með þessum orðum heldur umræðu. Samkvæmt Boga á RÚV að taka þátt í umræðu á kaffihúsum. Og RÚV verður steinhissa þegar forsætisráðherra afþakkar að taka þátt í umræðu sem meira og minna er búin til af RÚV. Fréttastofa RÚV gerir frétt um sjálfa sig vegna málsins.

Kaffihúsaumræðan er komin á það stig að forsætisráðherra er líkt við Pútin forseta Rússlands og Íslandi við Norður-Kóreu. Og auðvitað koma spekingar RÚV, núna Egill Helgason, og enduróma kaffihúsaumræðuna.

Fjölmiðill sem stundar kaffihúsaumræðu er vitanlega ekkert merkilegri en maður sem situr á kaffihúsi og skrifar slúður á samfélagsmiðla upp úr kjaftaganginum í félögum sínum.


mbl.is Egill líkir Íslandi við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mér sýnist þú sí og æ vera með herferð gegn RÚV. Ég get ekki betur séð en allir fjölmiðlar, hvort sem þeir heita Morgunblað, 365 miðlar ympri á þessu dag eftir dag. En þú kanski fylgist ekkert með þeim fjölmiðlum, ert bara heillaður af RÚV. 

Hjörtur Herbertsson, 3.4.2016 kl. 11:01

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Það er rétt Hjörtur að málið er mikið til umfjöllnar í öllum fjölmiðlum (meira en efni stendur til að mínu mati en það er annað mál) hinsvegar er hvergi er fjallað eins fullkomlega einhliða um það eins og RÚV.

Stefán Örn Valdimarsson, 3.4.2016 kl. 11:21

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Enn kýs Páll að búa til sinn eigin veruleika. Málið hófst EKKI á fréttastofu RÚV. Það hófst með Facebookfærslu eiginkonu Forsætisráðherra, þar sem hún upplýsti um valda kafla úr Wintrissögunni. Einhverjir gúgglarar fundu út að félagið Wintris væri kröfuhafi í þrotabú föllnu bankanna. Facebookfærslan hafði ekkert upplýst um það.

Þingflokkur Framsóknar sem og Sigmundur Davíð sjálfur hafa viðurkennt og fúslega gengist við því að hér var um risavaxinn hagsmunaárekstur að ræða en ráðherrann hefur rökstutt það að hann skyldi leyna hagsmunatengslunum að það væri BETRA að enginn annar en hann og kona hans vissu af honum!

Forsætisráðherra neitar staðfastlega að svara spurningum eða koma í viðtöl til stærsta fréttafjölmiðils landsins, þess fjölmiðils sem nýtur LANGMESTS TRAUSTS landsmanna.

En allt er þetta bara "áróðursherferð RÚV" í höfði Páls og annarra spunadoktora Framsóknar, sem óttast að sannleikurinn rústi þeim goðsögnum sem áttu að tryggja kosningasigur að ári.

Skeggi Skaftason, 3.4.2016 kl. 12:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona vegna sumra athugsemda bæði við þessa færslu og fleiri hjá Páli langar mig að spyrja menn:

    • Ef að dómari í Hæastarétti fengi að dæma í málefnum sem snerta kannski börnin hans eða aðra í fjölskyldunni, er það í lagi ef hann hefur að mati manna staðið sig svo vel í fyrri málum?

    • Ef að dómari hafur átt hagsmuni í ákveðnum málum er þá í lagi að hann dæmi í því ef hann hefur flutt þá hagsmuni yfir á konuna sína.

    • Ef að dómari vegna þessi að dómurinn er fjölskipaður dæmir þannig að fólk sé átt við niðurstöðuna var hann þá hæfur í málinu?

    • Geta þá hagsmunaaðilar í framtíðinni flutt eignir yfir á makan, boðið sig fram til Alþingis og unnið svo bak við tjöldin að hagsum sínum án þess að fólki sé sagt frá því.

    • Er ekki ljóst að þessi málflutningur er að skapa þessi fordæmi að engin þurfi að víkja í neinu máli vegna hagsmunaáreksturm.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2016 kl. 12:23

    5 Smámynd: rhansen

    Rúv nytur aldeilis ekki trausts LANSMANNA enda orðið pólitiskur æsifretta miðil,miðað við önnur Norðurlönd t.d. og styrkir sig með uppblásnu   Latteliðinu 101 Reykjavik.!..þetta er ekki RÚV allra Landsmanna og þjonar ekki þvi hlutverki sem það var stofnað til og á að vera ...HLUTLAUST MEÐ ÖLLU Á ÖLLU ! ..Þetta er apparat sem þarf að leggja niður eða algjörlega endurnyja með hlutlaus sjónarmið sama  hvaða frettir og fræðsla sem flutt er !

    rhansen, 3.4.2016 kl. 12:47

    6 Smámynd: Jón Ragnarsson

    Já, þessi herferð er ferleg. RÚV hefur meira að segja platað aðra fjölmiðla með sér, eins og  Süddeutsche Zeit­ung, stærsta dag­blað Þýska­lands, danska rík­is­sjón­varpið, sænska rík­is­sjón­varpið og Reykja­vík Media.

    Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 13:27

    7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    .......Og hvaðan fengu stóru dagblöðin og fréttastofur höfuð-ESB landa fréttirnar? Frá ríkisfréttastofu sem er öfgadeild ESB á Íslandi. 

    Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2016 kl. 14:07

    8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

    Held Helga að þú sért nú að misskilja málin alvarlega. Það eru alþjóðasamtök blaðamanna sem eru að vinna úr þessum leka. Hann er talinn með þeim stærstu sem umgetur og verður fjalla um á öllum Norðulöndum og fleiri á sama tíma í dag. Þá væntanlega hver fréttastofa um sitt land.  Held að RUV hafi ekki fengð þessar upplýsingar í upphafi foot-in-mouth Enda skilst mér að þetta séu nokkrar milljóna skjala.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2016 kl. 15:19

    9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Helga, hefur þú engan áhuga á að fá réttar upplýsingar. Villtu láta mata þig á þvælu, komna frá sérhagsmunum. Andaðu djúpt, taka snögga jákvæða og óhefta hugsun, og koma svo. Ég veit þú getur þetta:)

    Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 16:33

    10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég hef horfi á fréttir Rúv drengir mínir,þær skilja bara eftir sársauka. Áherslur og efnistök,miða öll að því að þreyta pólitíska andstæðinga sem standa í vegi þeirra sem vilja innlima landið í ESB. Sér einhver leið til málamiðlunar? Alla vega sé ég ekki að við föllumst á að gefa fullveldi okkar eftir. Það fer að byrja umræða sem við verðum að horfa á,kveð þá að sinni. 

    Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2016 kl. 17:31

    11 Smámynd: Elle_

    Ætli SAMfó-strákarnir séu bara öfundsjúkir af því Sigmundur á sæta konu?

    Elle_, 3.4.2016 kl. 19:19

    12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Jæja Elle og Helga. Segðu mér Elle, sástu þáttinn? Ef svo, er þá það eina sem þú færð út úr þættinum það sem þú setur fram, ef svo er, þá ertu ekki viðræðuhæf. En þú Helga, hver var þín upplifun? Mín upplifun er sú, við erum með krimma í æðstu stjórn landsins!

    Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 20:08

    13 Smámynd: Elle_

    Hurru Jónas, ég horfi ekki vanalega á RUV.

    Elle_, 3.4.2016 kl. 20:20

    14 Smámynd: Jón Ragnarsson

    Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 20:31

    15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Ok Elle, frábært að lesa:) Ætla ekki að rífast meira, sver það, ég nenni því ekki, kannski seinna.

    Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 22:39

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband