Laugardagur, 26. mars 2016
Bjarni Fel í svart hvítu
Á dögum svart-hvíta sjónvarpsins voru sýndir vikugamlir leikir úr ensku knattspyrnunni. Bjarni Fel flutti að jafnaði inngang að leiknum, sem var sýndur klipptur, kannski 15 til 20 mín. af hvorum hálfleik.
Minnisstætt er að þegar Bjarni kynnti leik Coventry á móti að mig minnir Tottenham. Leikurinn var tíðindalítill fyrir utan vinstri vængmann Coventry, líklega Tommy Hutchinson, sem sýndi eftirtektarverð tilþrif.
Bjarna Fel tókst að glæða áhuga á leiknum með því að vekja athygli á vængmanninum - fyrir leik - þannig að úr varð skemmtun síðdegis á laugardegi.
Frétt RÚV/Guardian um áhrif Bjarna Fel á íslenska knattspyrnumenningu fær ábyggilega marga til að rifja upp atvik þar sem rödd Bjarna í svart-hvítu sjónvarpi var aðalmálið.
Athugasemdir
Laddi lék sér að henda gaman af og sjálfur snillingurinn Bjarni Fel tók eitt sinn þátt í því.
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2016 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.