Föstudagur, 25. mars 2016
Brynjar leiðréttir RÚV
RÚV hélt áfram í hádegisfréttum herferðinni gegn forsætisráðherra. Í inngangi að frétt RÚV er sagt að Brynjar Níelsson vilji þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins til að ræða fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Það væri stórfrétt ef stjórnarþingmaður færi fram á þingflokksfund enda gæfi það slúðrinu vængi.
Í inngangi fréttarinnar segir:
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Wintris-málið sé óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, sérstaklega í ljósi samninga við kröfuhafa og afnáms hafta. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þurfi að funda um málið og fá allar staðreyndir upp á borð áður en hægt sé að taka afstöðu til þess. (leturbreyting pv).
Þetta er rangt. Brynjar óskar ekki eftir þingflokksfundi til að ræða fjármál Önnu Sigurlaugar. Það kemur fram í meginmáli fréttarinnar, þar sem orð Brynjars eru endursögð.
Brynjar sá sig knúinn að birta bloggfærslu til að taka af öll tvímæli: hann telur forsætisráðherra ekki vanhæfan. En hann gerir ráð fyrir að þingflokkurinn ræði málið, ,,sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu."
Það er vitanlega allt annað að gera ráð fyrir umræðum í þingflokki eða að fara fram á að þingflokkurinn ræði þetta tiltekna mál.
RÚV reynir sem fyrr að afbaka umræðuna til að hún þjóni pólitískum tilgangi fréttastofu RÚV.
Athugasemdir
Væri ekki áhrifameira að tala um krossferð gegn forsætisráðherra?
Wilhelm Emilsson, 26.3.2016 kl. 00:26
Brynjar segir í greininni sem síðuhafi vitnar í: "Umræðan um málið er óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir komast því ekki hjá því að fara yfir málið og ræða það, sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu."
Svo segist hann líka elska Framsóknarflokkinn. Það geri ég líka.
Wilhelm Emilsson, 26.3.2016 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.