Fimmtudagur, 17. mars 2016
Forsætisráðherra skattleggur eiginkonuna
Enginn gekk eins hart fram að leggja skatt á kröfuhafa föllnu bankanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Stjórnarandstaðan, með Björn Val Gíslason varaformann Vinstri grænna í fararbroddi, segir að eiginkona Sigmundar Davíðs sé einn kröfuhafanna. Og þar með sé Sigmundur Davíð einnig kröfuhafi.
Samkvæmt rökum Björns Vals og vinstrimanna gengur forsætisráðherra hart fram að skattleggja eiginkonuna enda er hún kröfuhafi föllnu bankanna.
Eigum við ekki að þakka fyrir að eiga forsætisráðherra sem tekur hagsmuni ríkisins fram yfir persónulegan ábata?
Sagði Sigmund vera kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll er þér eitthvað að fatast flugið? Finnst þér virkilega ekkert athugavert við það, að Sigmundur Davíð sé óbeint í kröfuhafahópi föllnu bankanna á meðan hann leiðir samninga ríkisins við þessa kröfuhafa. Allir eru sammála um að kröfuhafar hefi gert góðan díl og hagnast vel. Ég veit ekkert um það en að þetta félag eiginkonunnar hafi tengst kröfuhöfum er dómgreindarbrestur hjá hjónunum. Þau vissu betur og áttu ekki að koma nálægt þessu. Gleymdu ekki að málflutningur Sigmundar gekk út á það að hrægammarnir væru með þjóðina í herkví hafta og kröfur þeirra ógnuðu fjármálastöðugleika.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.3.2016 kl. 11:23
Nei ég er sammála Páli. Og svarið við spurningunni neðst í pistlinum er JÚ. Við mættum þakka fyrir að hvaða stjórnmálamaður sem væri tæki hagsmuni ríkisins fram yfir persónulega.
Elle_, 17.3.2016 kl. 11:59
Ekki það að þú komir ekki með góða punkta Jóhannes, en ekki eru allir kröfuhafar hrægammar. Kröfuhafi getur verið bara manneskja sem á inni skuld.
Elle_, 17.3.2016 kl. 12:11
Nú þarf að upplýsa á sama hátt, hvar skattar af öllum Íslenskum fyrirtækjum og stóreignum erlendis lendir í raun.
Það virðist ganga laus eftirlitslaus og ofurlaunaður sjálftökuhópur, með skráða skrifstofu í Ármúla 6. Þessi nýjasta sjálfskipaða spillingargripdeild ferðaþjónustu þarf að útskýra hvert allar miljónirnar fara af ferðamannahagnaðinum. Ekki virðast þessir Bláa lóns forstjórar hafa framtak til að salta tröppur og stíga, sem ekki krefjast einu sinni neinna skipulagssamninga?
Þetta virðast vera algjörir óyrkjar (ekki einu sinni öryrkjar), sem eru á óskiljanlega ofurlaunaðri framfærslu skattrændra og launasvikinna verkamannaþræla? Innlendra og erlendra!
Það er eins gott að taka á þessu spillingardæmi, áður en Landsbankinn í Lux kemst lengra með þetta ferðaþjónustu-svindl. Hverjir stjórna ferðaþjónustunni í Lúxemborg, og hver hefur fjármálaeftirlit með þeim skatta-undanskotum núna? Fjármálaeftirlit Breta? Sem hannaði, leiddi og leyfði bæði óeðlilegan vöxt og skipulagt fall Íslensku bankanna 2008? Ásamt fjármálaeftirlitinu í Hollandi?
Er ekki nóg að þetta glæpabankastjórnarlið komist endalaust upp með að ræna atvinnu og fiskveiðiréttindum þeirra sem búa á Íslandi? Á að afhenda þeim hálendið alveg niður að fjöruborði líka?
Er ekki komið nóg af banka og fjárfestinga-glæpastarfsemi á Íslandi? Eða vill fólk endurtaka banka-hrunadansinn?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2016 kl. 14:11
"gengur forsætisráðherra hart fram að skattleggja eiginkonuna enda er hún kröfuhafi föllnu bankanna"
Hér fer höfundur í skrifum sínum algjörlega á mis við þá staðreynd að ekki ein einasta króna verður greidd í stöðugleikaskatt því slitabúin fengu öll undanþágu frá honum. Það á jafnt við um þau tvö slitabú sem upplýst hefur verið að aflandsfélagið Wintris eigi kröfur í.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2016 kl. 16:11
Það liggur sem sé alveg fyrir að gallharðir stuðningsmenn Forsætisráðherra eins og pistlahöfundurinn Páll SJÁ alveg hagsmunaáreksturinn. Við eigum bara að trúa því að hann fórni glaður persónulegum (og verulegum) fjárhagslegum hagsmunum fjölskyldu sinnar (sem hann kaus að halda leyndum) fyrir þjóðarhagsmunum.
Skeggi Skaftason, 17.3.2016 kl. 16:15
En Borgudu thau skatta?
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2016 kl. 16:21
Til að teljast vanhæfur samkvæmt stjórnsýslurétti er nóg að um hagsmunaárekstur sé að ræða, og skiptir engu máli hvort sá vanhæfi hefur hagnýtt sér aðstöðuna sér í hag eða óhag eða jafnvel hvorugt.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2016 kl. 16:22
Hárrétt hjá Guðmundi Ásgeirssyni. Þetta er barasta morugljóst, lögfræði 101.
Jóhannes Þór viðurkennir líka þennan hagsmunaárekstur, eins og glögglega má lesa í frétt mbl í gær. Þar stendur:
Sé ennfremur skoðuð sú stefna sem Sigmundur Davíð hafi keyrt gagnvart kröfuhöfum bankanna, þá er lítið greitt upp í almennar kröfur og það eigi það við um kröfu hennar eins og annarra.
Þarna viðurkennir Jóhannes Þór hið augljósa, að þetta verkefni sem Sigmundur kom að - og er skv. Jóhannesi höfundur þeirrar "stefnu" sem var beitt - hafði bein áhrif á fjárhag konu hans.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/16/skattar_greiddir_fra_upphafi/
Skeggi Skaftason, 17.3.2016 kl. 16:54
Ekki ætla ég að mæra SDG eða hans konu. Það verður þó að gæta sannmælis í þessari umræðu.
Þessi sjóður um erfðafé eiginkonu SDG var allt frá stofnun talin fram á hennar skattframtali. Það var því engin leynd um þennan sjóð á neinn hátt og ef blaðamenn nenntu að vinna sína vinnu hefðu þeir auðveldlega getað fengið þær upplýsingar, allt frá árinu 2008 er sjóðurinn var stofnaður.
Þá hefur þessi eign eiginkonu SDG verið skattlögð hér á landi frá stofnun.
Það er því útilokað að tala um að þarna sé verið að leyna einhverju. Hins vegar má gagnrýna fréttamenn fyrir að hafa ekki sagt þjóðinni frá þessu fyrir lifandis löngu.
Að lokum má ekki gleyma þeirri staðreynd að þarna er ekki um svokkallað froðufé að ræða, sem svo margir komu úr landi rétt fyrir hrun. Þarna er um að ræða arf sem eiginkona SDG sannarlega fékk. Á þeim tíma, þ.e. fyrir hrun, bjuggu þau erlendis og því eðlilegt að setja þennan sjóð í erlendann banka. Það var síðar sem SDG kom inn í íslensk stjórnmál. Þá var þessi sjóður fyrr löngu orðinn til og féð komið í hann með löglegum hætti.
Hvað hefði stjórnarandstaðan sagt ef þessir peningar hefðu verið fluttir til landsins eftir þetta, með þeim kostum sem Seðlabankinn gaf. Þá hefði sjóðurinn aukist um allt að 200 milljónir króna! Það er hætt við að einhverjum hefði svelgst á við það!
Það er sama hvort menn eru hlyntir eða andvígir SDG, menn verða að halda sig við staðreyndir málsins.
Gunnar Heiðarsson, 17.3.2016 kl. 16:56
Já vissulega hafa þau hjón talið fram verulega háa eign til skatts. En við vitum ekki fyrir víst hvort þetta sé nákvæmlega upphæðin sem hvílir í félaginu í Tortola því skattayfirvöld fá engar upplýsingar þaðan, eins og frá íslenskum bönkum. Við verum því að treysta þeim hjónum, að þau telji allt fram til skatts.
Og það er einhver misskilningur hjá þér Gunnar, að blaðamenn hafi aðgenga ða skattaskýrslu ráðherrahjónanna. Það hafa þeir ekki, það eru bara vissar lykiltölur gerðar opinberar, um heildarskattgreiðslur. Ársreikningur Tortola-félagsins er heldur ekki aðgengilegur, einsog ef um væri að ræða íslenskt fyrirtæki.
Froðufé eða ekki, Páll Samúelsson var sannarlega heppinn að selja sitt fyrirtæki, sem vissulega var vel rekið og mikils virði, á réttum tíma, þegar eignir hér á landi voru yfirverðlagðar.
En AÐALMÁLIÐ er auðvitað hagsmunaáreksturinn. En margir Íslendingar skilja alls ekki það hugtak.
Skeggi Skaftason, 17.3.2016 kl. 17:24
Hvað ao.ekki getur skipt miklu! Í færslu minni og prufukeyrslu minni á Ipad hefði átt að standa "en borguðu þau ekki skatta"? Var búin að lesa allt um tilkomu þessa fáránlega upphlaups.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2016 kl. 18:10
Svona án þess að maður viti nokkuð um þetta mál. Þá sýnir það hagsmunaárekstur t.d. ef maður veltir fyrir sér að ríkisstjórnin boðaði útgönguskatt á kröfuhafa en sættist svo á stóðugleikaframlag sem var skv. fréttum mun lægra. Án þess að ég sé að fullyrða nokkuð um afskipti Sigmundar að þessu samningum við kröfuhafa þá er ljóst að meira varð eftir í sjóðum gömlu bankana við stöðugleikasamkomulegið en ef það hefði verið farið í að skattaálagningu eins og hafði verið boðuð. Og svona furðulegt þar sem að Sigmundur og frú eru talin eiga hvað um 1,2 milljarða skv. síðustu skattskýrslu en gera kröfur í gömlu bankana upp á 500 milljónir. Minnt endilega að ég hefði lesið einhvern tíma að eignir þeirra væru áætlaðar um 900 milljónir fyrir nokkrum árum. Það rimar illa við þetta því samtals gerir þetta um 1,7 milljarða
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2016 kl. 21:04
Skellti í einn bloggpistil um málið.
"Þessir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs sjá og viðurkenna hið augljósa, að hér var á ferð augljós og verulegur hagsmunaárekstur, persónulegir hagsmunir ráðherrans gengu þvert á þá hagsmuni sem hann var að verja í samningunum við kröfuhafa sem æðsti embættismaður ríkisins. (Og munum að fjárhagur konu hans er vissulega hans hagsmunir líka, hvað sem líður séreignum og kaupmálum.)
En Framsóknarfólkið vill að við trúum því að Sigmundur hafi ekki tekið þjóðarhagsmuni fram yfir eigin hagsmuni og látið sig engu varða hvort hann og kona hans yrðu einhverjum tugum eða hundruðum milljóna ríkari eða fátækari."
http://skeggi.blog.is/blog/skeggi/entry/2168362/
Skeggi Skaftason, 17.3.2016 kl. 22:39
Hér er enn eitt Lúkasarmálið í uppsiglingu.
Því má bæta við þetta að reiknigur var stofnaður þegar hjónin hugðust setjast að erlendis. Í gjaldeyrishöftum er hann frystur úti, svo aldrei að vita hvort hann væri kominn í Íslenskan banka ef það væri hægt.
talandi um Íslenska banka, þá er rétt að benda á að Arion og Glitnir eru nánast alfarið í eigu erlendra kröfuhafa eða kröfukaupenda og þeir sem eiga þar aur inni á bók eru líka með eignir í erlendum banka. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2016 kl. 23:48
Jón Steinar, ef eign Önnu Sigurlaugar er í erlendum banka, hvaða kröfur á hún þá á þrotabú hrunbankanna?
Theódór Norðkvist, 18.3.2016 kl. 11:43
Ég skil eiginlega ekki um hvað er verið að ræða, í raun og veru?
En sumir virðast vita allt um allt?
Og það án fjölmiðlanna opinberu umræðu? Er ekki eitthvað bogið við fréttaflutninginn á Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2016 kl. 22:38
Eða ekki! Þ.e.a.s. að hann leggi ekki skatt á eiginkonuna.
Sem varð og raunin.
99.9% kröfuhafa var ánægður með samninginn.
Enda samningur við kröfuhafa í fullu samræmi við það sem lá fyrir um 2012 og niðurstaða samninga byggð á grunni sem beisiklí kom frá kröfuhöfum.
Þetta eru staðreyndirnar.
Hvað menn svo gera með þessar staðreyndir skal eg eigi um dæma, - en þjóðin er brjáluð! Alveg kolbrjáluð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2016 kl. 22:54
Theódór, með sömu rökum og erlendir kröfuhafar. Þar fyrir utan er ekkert ólöglegt við að geyma peninga í erlendum banka.
Elle_, 18.3.2016 kl. 23:41
Sammála Ómari Bjarka:
Þjóðin er alveg kolbrjáluð!
Á allan hátt er íslenska þjóðin alveg kolbrjáluð!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 01:03
Elle, erlendir kröfuhafar eru, að ég held, fyrst og fremst þeir aðilar sem lánuðu hrundu bönkunum, eða gerðu svonefnd vaxtamunaviðskipti við þá. Ef forsætisráðherrafrúin á kröfu á innlendan hrunbanka, vegna söluandvirðis Toyota-umboðsins, hlýtur hún að hafa lagt söluandvirðið inn á reikning í (innlenda) bankanum. Þó svo að félagið utan um eignina sé skráð á Tortóla.
Ég er bara að reyna að átta mig á þessu, mér finnst það ekki hafa komið nógu skýrt fram í umfjölluninni hvernig kröfur Önnu eru tilkomnar. Hvort það sé vegna beinnar innistæðu á t.d. gjaldeyrisreikning, eða einhverrar flóknari fjármálafléttu.
Theódór Norðkvist, 19.3.2016 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.