Fimmtudagur, 17. mars 2016
Úr Baugspartí á Bessastaði
Í frægu Baugspartí í Mónakó árið 2007 tróð Halla Tómasdóttir upp sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Tina Turner skemmti íslenskum auðmönnum og viðhengjum þeirra með laginu ,,Simply the best".
Auðmannamenningin, sem Halla er hluti af, gerði betur að hafa sig hæga svona í tvo til þrjá áratugi í viðbót áður en hún leggur út í nýja landvinninga.
Baugspartíið í Mónakó ætti ekki að endurtaka á Bessastöðum.
Halla ætlar að bjóða sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst þér þetta virkilega makleg afgreiðsla? Með hvaða hætti "tróð" Halla upp í téðu partýi?
Hvaða auðmannamenningu áttu nákvæmlega við? Halla tók ekki þátt í hrunadansinum, ef það er það sem þú átt við.
Fjárfestingabankinn Auður Capital sem Halla stýrði var ein örfárra fjármálastofnana sem ekki fóru á húrrandi hausinn í hruninu, af því þar á bæ var haldið af skynsemi á málum og því stóðst Auður Capital brotsjóinn meðan hinir fóru í súginn, einn af öðrum, án þess að neinn fengi rönd við reist. Ég veit ekkert um það hver hrein eign Höllu Tómasdóttur er en hún hefur sýnt það hingað til að hún kann að fara skynsamlega með peninga. Þar af leiðir skiptir varla svo miklu hvað hún á.
Það að henni hafi verið boðið í partý fyrir næstum áratug, vegna starfa hennar hjá Viðskiptaráði, er því fáránlega langsótt og léleg tenging, og í hæsta máta ómakleg.
Að því sögðu er rétt að taka fram að ég skrifaði ekki undir téðan áskorunarlista til handa Höllu og hef ekki tekið neina ákvörðun um að kjósa hana eður ei, bjóði hún sig fram. En það væri gaman að sjá umræðuna halda sér innan lágmarks-málefnamarka. Þetta innslag er það ekki.
Jón Agnar Ólason, 17.3.2016 kl. 10:09
Jón A
Það kemur fram í fréttinni sem Páll bendir á í tenglinum að Halla hafi haldið ræðu í þessu boði.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.3.2016 kl. 09:44
Myndband úr geislaBAUGSfeðga partíinu sem Páll vísar til :
https://www.youtube.com/watch?v=nS4erev3cAU
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.3.2016 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.