Árni Páll styður Pírata

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, gefur Pírötum stuðningsyfirlýsingu á Samfylkingar-Eygjunni. Hann segir:

Að öðru leyti er það gríðarlegt áhyggjuefni að Samfylking og Vinstri græn tapi fylgi og það fari ekki yfir á Pírata.

Samfylkingin mælist aldrei jafnlítil og nú, með 7,8 prósent fylgi, en formaðurinn er sérstaklega leiður yfir því að Píratar vaxi ekki nógu mikið.

Árni Páll hlýtur að annað tveggja að vera á útleið úr pólitík eða væntanlegur liðsmaður Pírata.


mbl.is Jafnt fylgi VG og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað féll þar úr hendi hans?

Veldissprotinn yfir Samfylkingunni.

Með þessu færði hann mótframbjóðendum sínum augljóst vopn í hendur.

"Gæfuleysið féll að síðum."

Jón Valur Jensson, 16.3.2016 kl. 16:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ástandinu í Samfylkingunni er best lýst með orðinu "tragicomedia" og Árni Páll undirstrikar það með þessum orðum.

Ragnhildur Kolka, 16.3.2016 kl. 17:27

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Held að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af Jafnaðarmönnum! Ef að Samfylkingin reynist vera gallaður farvegur fyrir hugsjónir okkar þá finnum við nýjan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2016 kl. 23:40

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Magnús, Samfylkingin er ekkert annað en fólkið sem stendur að henni.

Ragnhildur Kolka, 17.3.2016 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband