Miðvikudagur, 16. mars 2016
Ísland jafnlaunaland án jafnaðargeðs
Ísland er jafnlaunaland á heimsmælikvarða og hér er jafnrétti kynjanna meira en í víðri veröld. Þrátt fyrir að við skiptum launum og réttindum jafnar en þekkist á byggðu bóli örlar ekki á jafnaðargeði sem ætla skyldi að væri fylgifiskur jafnaðarþjóðfélagsins.
Öðru nær, af umræðunni að dæma er setið yfir hlut almennings sem fær skammtað skít úr hnefa frá yfirstétt sem lifir í vellystingum praktuglega.
Kannski er það einmitt málið, að kröfuharka og návígi hindrar alvarlegan framúrakstur forréttindahópa. Grimm umræða með tilheyrandi ýkjum heldur stóru málunum í jafnvægi.
Laun verkafólks hækkað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.