Hugleysi góða fólksins klætt í búning ótta

Góða fólkið magnar upp ótta í samfélaginu til að fela hugleysi sitt. Samsæriskenningar góða fólksins um alræði fjársterkra aðila á bakvið tjöldin er heimskulegur tilbúningur fólks með vitundina læsta í heimi tölvuleikja.

Birgitta Jónsdóttir og píratamenningin, sem hún stendur fyrir, elur á ótta almennings við ósýnilegt alræði sem situr að kjötkötlunum og mylur andstæðinga sína mélinu smærra. Sannleikurinn er sá að við búum í samfélagi fjölræðis þar sem völd eru ekki fasti heldur fljótandi. Margar breytur hafa áhrif á flæði valda hverju sinni, s.s. fjármagn, stofnanir, fjölmiðlar, stjórnvöld, þjóðfélagsumræða, fyrirtæki, hefðir, tíska, skoðanakannanir (sbr. að það er hlustað á Pírata í dag) og aðrir þættir sem til samans mynda fjölræðið sem við búum við.

Móðursýki Birgittu verður ekki hótinu betri þegar hún vísar í blogg þar sem segir:

Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“.

Þarna er sagt fullum fetum að einn þriggja bankastjóra á Íslandi hafi gerst sendisveinn Norðuráls og hótað bloggara. Jæja, krakkar, hver var það: Steinþór í Landsbanka, Höskuldur í Arionbaka eða Birna í Íslandsbanka sem hringdi í orkubloggarann og bar áfram hótun álframleiðanda um að eyðileggja hann?

Eru engin takmörk fyrir fávísi Birgittu og félaga? 


mbl.is „Víðtækur ótti við ríkjandi öfl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei ég skildi manninn ekki þannig að bankastjórinn hafi verið að tala fyrir Norðurál.

Elle_, 15.3.2016 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband