Mánudagur, 14. mars 2016
Leiftursókn á Bessastaði
Mótsögin í aðdraganda forsetakosninganna er þessi: Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, gerði embættið til mun pólitískara en áður. Síðustu forsetakosningar voru pólitískar; Ólafur Ragnar var frambjóðandi hægrimann en Þóra vinstrimanna.
Kosningarnar í sumar eru enn sem komið ópólitískar. Stjórnmálamenn eru ekki hátt skrifaðir almennt og það er líkleg ástæða hlédrægni þeirra. Á hinn bóginn kunna stjórnmálamenn kosningabaráttu og kannski bíða þeir færis.
Þeir sem ætla sér í slaginn geta ekki beðið mikið lengur. Leiftursókn á Bessastaði er ekki sá bragur sem ætti að vera á forsetakosningum.
Kjósa má átta vikum fyrir kjördag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.