Sunnudagur, 13. mars 2016
Stjórnarskráin og vinstribyltingin sem ekki varð
Vinstriflokkarnir voru þau pólitísku öfl sem knúðu á um nýja stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að skipa ólögmætt stjórnlagaþing sem ráð - er setti saman nýja stjórnarskrá.
Vinstriflokkarnir, sem fengu meirihlutafylgi þjóðarinnar 2009, guldu afhroð fjórum árum síðar. Þjóðin afþakkaði vinstribyltinguna með afgerandi hætti.
Stjórnarskrá 1944-lýðveldisins stenst tímans tönn. Aðeins byltingarsinnar vilja breyta stjórnarskránni.
Nefndin fái ráðrúm til að ljúka vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gleymir þætti þíns ástkæra og ylhýra Framsóknarflokks, sem setti það sem meginskilyrði fyrir stuðning sinn við minnihlutastjórnina sem tók við í janúar 2009, að hafin yrði allsherjarendurskoðun á stjórnarskránni.
Vont þegar sögukennarinn man ekki það sem gerðist í Íslandssögunni fyrir bara 7 árum síðan.
Skeggi Skaftason, 13.3.2016 kl. 16:39
Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár voru í hópi þeirra sem buðu sig fram til stjórnlagaþings og nýttu sér það með því að kæra framkvæmd kosninganna.
Þegar stjórnlagaráð var skipað þeim sömu og urðu efst í stjórnlagaþingkosningunni var andstæðingum þess í lófa lagið að kæra þetta "ólögmæta" stjórnlagaráð, sem allt eins gat heitið stjórnarskrárnefnd.
Það gerði enginn af því að ráðið var löglega skipað. Þess vegna er mál til komið að síbyljuni um "hið ólöglega stjórnlagaráð" fari að linna.
Ómar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 17:36
Páll fylgir hér boði Davíðs Oddssonar, "Sama hvað málefnið er gott, ef það kemur frá röngu fólki ber að berjast gegn því með öllum ráðum"
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2016 kl. 18:50
Ómar, þegar þú segir að enginn hafi kært þetta ólögmæta stjórnlagaráð, þá talarðu þvert gegn betri vitund eða gegn því sem þú átt að vita, sértu ekki kominn á gleymskunnar stig, því að þú vissir það fyrir nokkrum mánuðum eða miserum, að ég kærði þessa ákvörðun veiks meirihluta þeirra sem um það greiddu atkvæði á Alþingi, og ásamt mér tóku þátt í kærunni Jón Pétur Líndal og Skafti Harðarson.
"Stjórnlagaráð" var skipað með ólögmætum hætti, þvert gegn lögum um stjórnlagaþing og gegn úrskurði Hæstaréttar, hvers úrskurður var byggður á lögum. Með gjörð sinni (að hvatningu hins ólöglærða Illuga Jökulssonar) sýndu viðkomandi alþingismenn ennfremur dómsvaldi landsins fyrirlitningu, sem samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Ennfremur var beitt s.k. áhrifakaupum (sem í daglegu tali eru nefnd mútur) í því skyni að örva hina 25, sem höfðu verið sviptir kjörbréfi sínu, til að taka tilboði nefndra alþingismanna.
Jón Valur Jensson, 13.3.2016 kl. 19:09
Afsakaðu að ég skyldi ekki hafa tekið eftir þessu, en ef þið kærðuð þetta til dómstóla, hver varð niðurstaðan?
Var stjórnlagaráð dæmt ólöglegt án þess að maður frétti af því?
Ómar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 20:53
Stjornlagaráð hékk kannski á einhverri lagarim fyrir það eitt að eitt af því sem því var ætlað að breyta hafði ekki verið breytt og kom því Jóhönnu ansi vel. Þ.e. Þrískipting valdsins.
Það er ekki haft hátt um þennan eina áþreifanlega galla stjórnarskrárinnar í dag af því að það er ekki keppikefli. Stjórnarskrármálið á sér uppruna í því að ganga átti í Evrópusambandið með hraði 2009 og nýta sér örvæntingu hrunsins. Til þess að svo mætti verða var frumskilyrði að breyta stjórnarskrá og sérstaklega því er varðaði framsal ríkisvalds. Þetta skolaðist illa til þegar Framsókn setti stjórnlagaþing sem skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina.
Það blekkingarspil að láta líta út fyrir að þetta væru aðskilin mál tókst svo vel að áköfustu stuðningsmenn stjórnarskrárbreytinga í dag halda að hrunið hafi orðið fyrir galla í stjórnarskrá, án þess eðlilega að geta bent á hvers vegna.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 22:07
Svona byrjaði þetta nú allt saman í byrjun árs 2009.:
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Skommu áður hafði erindi verið sent til Feneyjanefndarinnar, þar sem beðið var um greiningu á því hverju breyta þyrfti til að gera okkur gjaldgeng í sambandið. Því áliti var skilað 2010 og var grunnur laga um stjórnlagaþing.
Málið endaði svo með áliti Feneyjanefndarinnar á drögum að stjórnarskrá 2013, sem í stuttu máli fengu slæma útreið og falleinkun m.a. vegna þess að of margir fyrirvarar þóttu á framsali ríkisvalds. Þjóðaratkvæði um breytingarnar þóttu líka no go og vildi nefndin að þingið skæri úr um slíkt og í versta falli hæstiréttur. Svo dýrt var lýðræðið á þeim bæ.
ég skal gefa slóð á báðar þessar skýrslur ef menn hafa áhuga.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 22:17
Ómar, slakaðu á, þetta kemur allt með kalda vatninu. Á meðan geturðu skoðað hér kæruna: Enn eitt stjórnlagaráðshneykslið; og af kæru til Hæstaréttar vegna ólöglegs stjórnlagaráðs
Jón Valur Jensson, 14.3.2016 kl. 00:37
Kærar þakkir Jón Steinar fyrir upprifjunina.
Ragnhildur Kolka, 14.3.2016 kl. 09:27
Ómar Ragnarsson heldur áfram að tala um "nýja stjórnarskrá", þótt aðeins ein sé í gildi, lýðveldis-stjórnarskráin með þeim breytingum sem gerðar hafa verið nokkrum sinnum á henni, síðast á 10. áratugnum varðandi mannréttindamál.
Ómar, Þorvaldur Gylfason og félagar láta sem þjóðin hafi verið löggjafinn með meintri samþykkt tillagnanna frá þeim & félögum 29. júlí 2011 (og 12. marz 2012) og að þjóðin eigi einmitt að vera löggjafinn, en þessir menn vita það vel, að ef framkvæmdin væri í takt við þetta framlagða plagg þeirra og þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. okt. 2012, þá var það ekki lögleg aðferð til að breyta stjórnarskrá skv. ákvæðum þeirrar, sem í gildi er, enda var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki bindandi, eins og vitað var, þegar gengið var til hennar. Án efa var það ein af meginástæðum þess, að svo fáir tóku þátt í henni (aðeins 48,9% kjörsókn); önnur áhrifarík ástæða var sú, að margir sáu atferli Alþingismeirihlutans í þessu máli og ráðsins sjálfs sem ólöglegt með öllu og óvirðingu við Hæstarétt Íslands, sem er óverðugt upphaf að því að telja sig umkomna þess að stokka upp heila stjórnarskrá.
Þá er þess ennfremur að geta, að plaggið allt, sem þjóðin fekk til skoðunar, var allt of viðamikið (31 bls. í tveimur dálkum með gildandi stjórnarskrá og tillögurnar í 114 til 115 greinum) til að þjóðinni gæfist tími til að lesa það allt í gegn með góðri yfirvegun og vitrænum samanburði á þeim stutta tíma, sem menn fengu til þess fyrir kosninguna, enda munu fjölmargir ekki hafa lesið plaggið í heild.
Þá má nefna, að sú gerðin, sem send var út í plagginu (Þjóðaratkvæði laugardaginn 20. október 2012) var ekki einu sinni gallalaus, því að þar vantaði nokkrar setningar í 15. tillögugreinina, eins og Pétur Gunnaugsson nefndi í síðdegisþætti á Útvarpi Sögu 16. okt. 2012, þar sem viðræðumaður hans var Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis. Samt var þessi ófullkomna kynnng látin nægja og án þess að birt væri í blöðum áberandi leiðrétting á villunni!
Þá er þess að geta, að stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis fól, vegna ábendinga um ósamstæð atriði í tillögum stjórnlagaráðsins, lögfræðingahópi að yfirfara og laga tillögurnar 114 frá ráðinu (sem Valgerður kallaði sjálf réttilega "nefnd skipaða af Alþingi").
En jafnframt batt þessi sama stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd undir formennsku ESB-sinnans Valgerðar Bjarnadóttur svo um hnútana, að þjóðin fengi EKKI, fyrir þjóðaratkvæðið, að sjá breytingarnar sem sá lögfræðingahópur var að leggja til, til að lagfæra illa samstæðan óskapnaðinn (drögin að stjórnarskrá frá ráðinu).
Samt ákváðu þau að láta kjósa um þessi drög, án þess að vitað væri, í hvaða mynd þau yrðu eftir breytingar lögfræðinganna!!!
Allt var þetta því einn allsherjar-skrípaleikur.
Ekki mótmælti Þorvaldur Gylfason breytingavinnu lögfræðinganna, þótt hann hafi haft uppi stór orð um, að ALÞINGI mætti EKKERT krukka í þessi drög hans! Því hélt hann vitaskuld fram þvert gegn núgildandi stjórnarskrá, þeirri einu sem við höfðum og blessunarlega höfum enn. Undir þetta síðastnefnda tek ég með Páli Vilhjálmssyni og þakka honum einnig einörð orð hans hér þess efnis, að "ráðið" (stjórnlagaráð) var "ólögmætt".
Jón Valur Jensson, 14.3.2016 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.