Forsetaframbjóðandi Pírata

Píratar mælast með 35 til 40 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Af fylginu að ráða skyldi ætla að Píratar standi fyrir hneigð í þjóðarsálinni í átt að píratískri pólitík og gildismati. Löngu áður en gengið verður til þingkosninga 2017 verður þjóðin að kjósa sér forseta.

Af þeim mörgu sem kallaðir eru til framboðs forseta er áberandi að enginn þeirra er píratískur í fasi, framkomu eða pólitísku yfirbragði. Og það eru þrír mánuðir til kosninga.

Annað tveggja er að forsetaframbjóðandi Pírata sé ekki enn fundinn eða hitt að fylgi Pírata í skoðanakönnunum sé ekki til marks um pólitíska þróun eða breytta stjórnmálamenningu. Að fylgi Pírata sé froða sem verður ekki að neinu þegar á hólminn er komið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er pírat-tíska og ekkert mark á henni að taka. Það er spurning hvernig þessar kannanir eru gerðar en trúi því að þetta sé facbook fylgi. 

Valdimar Samúelsson, 13.3.2016 kl. 12:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver er munurinn á "facebook-fylgi" og öðru fylgi?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2016 kl. 17:46

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú veist það Guðmundur. Þú manst vel eftir FB fylgi Eyglóar Harðardóttur vegna flóttamanna straumsins þegar fólk vildi bjóða heilu 8 til 10 manna fjöldaskildunum heim til sín í 2ja herbergja íbúð. Viðkvæmt fólk á ekki að koma nálægt ísköldum raunveruleikanum. 

Valdimar Samúelsson, 13.3.2016 kl. 20:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er engu nær.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2016 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband