Miðvikudagur, 9. mars 2016
Katrín er stór foringi í litlum flokki
Katrín Jakobsdóttir er leiðtogi án stjórnmálahreyfingar. Hún er að nafninu til formaður Vinstri grænna, með Björn Val sér við hlið og Steingrím J. yfir og allt um kring - enda fylgið grjótfast í tíu prósentum.
Vinstrimenn biðluðu til Katrínar að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Ástæðan er átakanlegur skortur á foringjum á vinstri væng stjórnmálanna.
Vinstrimönnum tekst varla að búa til stjórnmálahreyfingu samboðinni Katrínu fyrir næstu þingkosningar. Kannski á kjörtímabilinu 2017 til 2021.
Katrín ætlar ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ er þetta nú ekki oflof?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2016 kl. 19:51
Þetta er of mikið sagt hún sem Menntamálaráðherra gerði nánast ekkert, það eina sem hún gat gert í sinni tíð er að setja á A,B,C einkunnarkerfi fyrir grunnskóla. Það er eitt af versta kerfi sem gert hefur verið, ekki datt henni í hug að það þarf að byggja upp betra skólakerfi.
Ómar Gíslason, 9.3.2016 kl. 23:08
Já hér má sjá afrekaskrána hennar:http://kvennabladid.is/2016/03/05/politisk-arfleifd-katrinar-jakobsdottur-ef-einhver/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2016 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.