Mánudagur, 7. mars 2016
Hippakynslóðin snuðar y-kynslóðina
Þeir sem fæddir eru á árabilinu 1980 til 1995, eða þar um um bil, eru kallaðir y-kynslóðin. Þessi kynslóð verður illa úti efnahagslega á meðan hippakynslóðin, þeir sem er á sjötugsaldri, fleytir rjómann.
Rannsókn sem Guardian gerði á efnahag y-kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Bretlandi og nokkrum öðrum Evrópuríkjum sýnir hana standa höllum fæti gagnvart eldri kynslóðum.
Líklega er það huggun harmi gegn að hippakynslóðin er nokkuð dugleg að halda úti rekstri ,,hótel mömmu" fyrir láglaunaliðið í y-kynslóðinni.
Athugasemdir
Að kalla kynslóð ákveðins tímabils Y-kynslóð,bendir til að rannsóknar aðilar Guardian hafi verið með hugann við litningana,sem eru bara í sáðrumum.Þessi rannsókn er karllæg!
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2016 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.