Laugardagur, 5. mars 2016
Katrín fer ekki í fótspor Ólafs Ragnars
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún íhugar að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Það verður til muna pólitískara framboð en þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram árið 1996.
Ólafur Ragnar hætti sem formaður Alþýðubandalagsins ári áður en hann bauð sig fram til embættis forseta. Hann var búinn að stimpla sig út úr flokkastjórnmálum.
Framboð Katrínar til forseta yrði stórpólitískt.
Athugasemdir
Jú,jú. Ólafur nota skó númer 45 en Katrín er fremur smáfætt. Hún fer létt með þetta.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2016 kl. 15:18
Ólafur Ragnar Grímsson var enn alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið þegar hann bauð sig fram.
Ómar Ragnarsson, 5.3.2016 kl. 19:23
Ólafur bauð sig fram 1996 núna er árið 2016 í því liggur munurinn. Margt hefur breyst, tíminn skiftir máli og hvaða málefni eru í brennidepli núna.
Sólbjörg, 7.3.2016 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.