Fimmtudagur, 3. mars 2016
Launin hækka utan ESB
Ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu munu laun láglaunafólks hækka, sagði talsmaður ESB-sinna í Bretlandi, Stuart Rose.
Andstæðingar ESB aðildar Bretlands gripu orð fyrrum forstjóra stórverslunarinnar Marks og Spenceers á lofti enda fágætt að fá jafn beitt vopn og launhækkun almennings afhent á silfurfati í baráttunni um Bretland.
Orð Rose féllu í umræðu um áhrif þess að Bretar utan ESB ættu hægara með að takmarka straum flóttamanna til landsins. Flóttamenn keppa við láglaunafólk um störf. Aukið framboð vinnuafls lækkar launin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.