Trump og litli hvíti maðurinn

Litli maðurinn í Bandaríkjunum er hvítur láglaunamaður með stutta skólagöngu. Fram eftir síðustu öld var þorri Bandaríkjamanna á sömu slóðum - utan hvað að lágu launin fóru stighækkandi fram undir 1980.

Hvíti láglaunamaðurinn í Bandaríkjunum var hryggstykkið í iðnaðarvélinni sem gerði Bandaríkin að stórveldi á síðustu öld. Hvíti láglaunamaðurinn fær enga samúð enda ekki minnihlutahópur.

Trump spilar á hvatalíf hvíta láglaunamannsins og lofar Ameríku gærdagsins. Liðnir dagar koma ekki aftur þótt Trump verði forseti. Valdefling litla hvíta mannsins mun láta bíða eftir sér.


mbl.is „Valdalitlir“ vilja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband