Miðvikudagur, 2. mars 2016
Bónus gegn bændum
Á fésbók gengur samanburður á verðlagi í Bónus árið 2007 og 2012. Munurinn á innfluttum vörum og hérlendri framleiðslu er sláandi.
Bónus hækkar epli um 284%, kex um 222%, rúsínur um 185%, vínber um 233% og hveiti um 204%. Á sama tíma breytist gengi krónu gagnvart evru um 88% og um 105% gagnvart dollar.
Dæmi um hækkun á innlendri framleiðslu á sama tíma: íslenskir tómatar hækkuðu um 57%, egg um 84%, mjólk um 60%, rjómi um 72% og súrmjólk um 61%.
Þetta kallast ,,hækkun í hafi" og eru ekki góðir viðskiptahættir. Svo vægt sé til orða tekið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.