Skotgrafir eru skýrar víglínur - vælustjórnmál í tveim útgáfum

Í stjórnmálaumræðu er oft kvartað undan því að ,,sami rassinn sé undir þeim öllum" - að lítill munur sé á afstöðu stjórnmálamanna og flokka. Sérstakt heiti er komið á þetta meinta fyrirbæri: fjórflokkurinn.

Þetta er ein útgáfa af vælustjórnmálum. Þeir sem hallast að þeim eru of latir að greina á milli stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og nenna ekki að setja sig inn í málefnin. Svo eru þeir sem stilla sjálfum sér sem valkosti við alla hina. Björt framtíð reyndi herfræðina við síðustu kosningar og Píratar ætla að bjóða fram undir þessum formerkjum vorið 2017.

Önnur gerð vælustjórnmála er að kvarta þegar stjórnmálamenn taka skýra afstöðu. Þá vilja sumir óðara að sverðin séu slíðruð, að menn hætti skotgrafahernaði, eins og Kjarninn biður um.

Væluútgáfurnar tvær eiga það sameiginlegt að slæva skýra hugsun, grugga vatnið og kynda undir moðsuðu þjóðmálanna.

Skotgrafir eru skýrar víglínur. Í skotgröfum er tekin afstaða, byggð á mati hvað sé rétt og hvað rangt. Okkur veitir ekki af djúpum og traustum skotgröfum þegar nær dregur kosningum. Skotgrafir eru forsenda lýðræðislegra kosninga þar sem almenningur tekur afstöðu til málefna og manna sem bera þau fram. Án skotgrafa er ,,sami rassinn undir þeim öllum."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband