Ţriđjudagur, 23. febrúar 2016
Skotgrafir eru skýrar víglínur - vćlustjórnmál í tveim útgáfum
Í stjórnmálaumrćđu er oft kvartađ undan ţví ađ ,,sami rassinn sé undir ţeim öllum" - ađ lítill munur sé á afstöđu stjórnmálamanna og flokka. Sérstakt heiti er komiđ á ţetta meinta fyrirbćri: fjórflokkurinn.
Ţetta er ein útgáfa af vćlustjórnmálum. Ţeir sem hallast ađ ţeim eru of latir ađ greina á milli stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og nenna ekki ađ setja sig inn í málefnin. Svo eru ţeir sem stilla sjálfum sér sem valkosti viđ alla hina. Björt framtíđ reyndi herfrćđina viđ síđustu kosningar og Píratar ćtla ađ bjóđa fram undir ţessum formerkjum voriđ 2017.
Önnur gerđ vćlustjórnmála er ađ kvarta ţegar stjórnmálamenn taka skýra afstöđu. Ţá vilja sumir óđara ađ sverđin séu slíđruđ, ađ menn hćtti skotgrafahernađi, eins og Kjarninn biđur um.
Vćluútgáfurnar tvćr eiga ţađ sameiginlegt ađ slćva skýra hugsun, grugga vatniđ og kynda undir mođsuđu ţjóđmálanna.
Skotgrafir eru skýrar víglínur. Í skotgröfum er tekin afstađa, byggđ á mati hvađ sé rétt og hvađ rangt. Okkur veitir ekki af djúpum og traustum skotgröfum ţegar nćr dregur kosningum. Skotgrafir eru forsenda lýđrćđislegra kosninga ţar sem almenningur tekur afstöđu til málefna og manna sem bera ţau fram. Án skotgrafa er ,,sami rassinn undir ţeim öllum."
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.