Fimmtudagur, 18. febrúar 2016
Flótti í forystu Samfylkingar, dauðakippir
Varaformaður Samfylkingar hættir í stjórnmálum og formaður flokksins er óviss hvort hann bjóði sig í fram á næsta landsfundi - sem gagngert er haldinn til að losna við formanninn. Enginn frambjóðandi er til formennsku í flokknum.
Samfylkingin mælist með fylgi undir tíu prósentum. Málið eins, ESB-umsóknin, er myllusteinn um háls flokksins.
Dauðakippir Samfylkingar gætu dregist fram á haust en varla lengur. Samfylkingin heldur landsfund til að ákveða að leggja sig niður - líkt og Alþýðuflokkur gerði rétt fyrir síðustu aldamót.
Segir mikinn missi af Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri Páll.
Ég heyrði Einsmálslandráðafylkingu hinnar björtu framtíðar kallaða Elefantfylkinguna. Fylgið er mér sagt í sömu prósentu og Elefant bjórinn hinn danski.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2016 kl. 17:09
Páll. Getur þú með höndina á þínu sannleikshjarta, fullyrt að Samfylkingin hafi verið mesta og frekasta EES/ESB-flokkafylkingin?
Það er mikilvægt að taka Árna Pál sér til fyrirmyndar núna, með því að segja satt og rétt frá.
Á sannleikanum og heiðarleikanum byggist traustur grunnur samfélagsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.2.2016 kl. 00:24
Katrín ætlar nottla í forsetaframboð !
Mætir með hreinan skjöld í Mars.
Birgir Örn Guðjónsson, 19.2.2016 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.