Sýrland: stórveldi, trú og ríkjaskipan

Obama forseti Bandaríkjanna spyr hvað Pútín vilji í Sýrlandi. Bara það eitt að Rússlandsforseti fái þessa spurningu frá Bandaríkjaforseta er stórsigur. Bandaríkin og Nató reyndu að einangra Rússland í alþjóðasamfélaginu vegna Úkraínudeilunnar.

Með aðild að Sýrlandstríðinu kemst Pútín aftur í hóp þeirra sem véla um framtíð heimsbyggðarinnar. Þar með getur hann betur gætt öryggishagsmuna Rússlands.

En jafnvel þó stórveldin kæmu sér saman um friðsamlega lausn í Sýrlandi eru engar líkur að ásandið félli í ljúfa löð.

Kúrdar eru þjóð án ríkis og ætla sér að ná markmiði sínu í þessum umgangi. Nató-ríkið Tyrkland má ekki til þess hugsa að Kúrdar fái þjóðríki. Tyrkneskir Kúrdar myndu sækjast eftir aðild að nýju þjóðríki. Á talandi stundu njóta Kúrdar bæði stuðnings Bandaríkjanna og Rússa. Kúrdar eru beittasta vopnið gegn þeim sem allir eru á móti, a.m.k. í orði kveðnu: Ríki íslam.

Assad Sýrlandsforseti er alavíti, sem er meiður af múslímskri sjíta-trú. Alavítar eru aðeins 12 prósent Sýrlendinga og geta tæplega gert ráð fyrir að stjórna meirihlutanum sem tilheyra súnní-múslímum. Íran styður Assad vegna trúarsamstöðu. Að sama skapi styðja Sádí-Arabía og Trykland uppreisnarmenn úr röðum súnna.

Átökin í Sýrlandi eru óleysanleg á meðan ekki er hægt að finna eina lausn sem hentar öllum stríðsaðilum.


mbl.is Draga Miðausturlönd í allsherjar stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband