Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Við erum kerfið, Katrín. Ert þú Kári?
Það er ekkert kerfi sem ákveður fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar, heldur 63 þingmenn á alþingi, sem fara með fjárveitingavaldið. Katrín Jakobsdóttir er einn af þingmönnum okkar og jafnframt formaður Vinstri grænna.
Á fjögurra ára fresti kjósum við þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og ákveða hvert fjármunir almennings skuli fara. Við kjósendur erum ábyrgir og Katrín er einnig ábyrg. En það er ekki ábyrgðarlaust kerfi sem tekur ákvörðun.
Katrínu kann að finnast að fjármunum ríkissjóðs skuli fremur varið í heilbrigðisþjónustu en eitthvað annað. En það fer Katrínu ekki vel, sem þingmanns til margra ára og formanns stjórnarmálaflokks, að tala um að ,,kerfið" hamli þessu eða hinu þjóðþrifamálinu. Það er káralegt að tala þannig og óábyrgt eftir því.
Kerfið orðið viðskila við réttlætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist ekki vefjast fyrir þessum þingmanni að kalla eftir forgangi heilbrigðiskerfisins. Það vefst hins vegar fyrir henni og fleirum að segja hvað eigi að vera aftar í röðinni eða hverju eigi að henda útúr röðinni.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2016 kl. 16:52
Hörkugóður punktur Ragnhildur.
Elle_, 16.2.2016 kl. 18:30
Þetta er góð hugleiðing Ragnhildur Kolka, átt heiður skilið fyrir þetta innlegg þitt, bara fjandi djúpt. Nú er spurningin þessi, framfyrir hvað skal heilbrigðiskerfið fara framyfir? Mín skoðun ar ALLT innan kerfisins. Vegna þess að allir þurfa einhverntíma á lífsleiðini á því að halda, því miður. þetta hefur ekkert með stjórnmálaskoðanir að gera, ekki einu sinni þær að einhverjir hafi tækifæri á að græða á misförum annara, sem er ógeðslegt. Þætti gaman að heyra frá þér þínar hugmyndir!
Jónas Ómar Snorrason, 16.2.2016 kl. 19:51
Páll, ef við erum kerfið þá er gagnrýni á kerfið sjálfsgagnrýni, ekki satt? Er það ekki bara nokkuð heilbrigt.
Wilhelm Emilsson, 16.2.2016 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.