Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Hryðjuverk eru pólitík sem knýr atburðarás
Vesturlönd eru áhugasöm um framvindu Sýrlandsstríðsins vegna samstöðunnar um að tortíma Ríki íslams, sem stóð fyrir blóðbaðinu í París. Pútín Rússlandsforseti réttlætir fjárfestingu sína í stjórnarher Assads með þeim rökum að vesturlönd verði að læra að virða öryggishagsmuni Rússa í Úkraínu.
Kúrdar, sem hvorttveggja njóta stuðnings Bandaríkjanna og Rússa, berjast fyrir sjálfstæðu ríki og sú barátta ógnar fullveldi Tyrklands.
Vestrænir fjölmiðlar birta greinar álitsgjafa sem segja einu leiðina til að vesturlönd nái frumkvæðið af Rússum vera að Nató-ríkin sendi herlið til Sýrlands.
Til að almenningur á vesturlöndum fallist á að senda herlið til Sýrlands, að berjast við Ríki íslam, en ekki Rússa, vitanlega, þurfa að koma til ný hryðjuverk á vesturlöndum.
Ríki íslam hefur hag af því að fá stórveldin til að berjast innbyrðis í Sýrlandi. Ríki íslam notar sömu aðferð og serbneskir þjóðernissinnar gerðu í Sarajevo fyrir hundrað árum. Hryðjuverkið, þegar Frans Ferdínand og Soffía voru myrt í Sarajevo, hratt af stað atburðarás sem felldi þrjú keisaradæmi, veittu fjölmörgum þjóðum fullveldi, m.a. Íslandi, og gerðu Bandaríkin að alþjóðlegu stórveldi.
Þegar hagsmunir stríðshauka á vesturlöndum og piltanna í Ríki íslam fara saman ætti fólk að vera með vara á sér í fjölmenni.
Árásirnar eru stríðsglæpir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að segja að Vesturlönd séu tilbúin að sviðsetja hryðjuverk svo þau geti sent heri sína til Sýrlands? Ertu kannski ein af þessum lausu skrúfum sem halda því fram að BNA-stjórnin hafi staðið fyrir árásunum a tvíburaturnana?
Ragnhildur Kolka, 16.2.2016 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.