Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Grætt á daginn, grillað á kvöldin-stéttin örvæntingarfull
Borgunarmálið snýst um sjálftöku á opinberum eigum. Innherjar sölsa undir sig fjármuni sem almenningur á með réttu. Borgunarmálið eyðileggur alla möguleika ríkisstjórnarinnar að einkavæða opinberar eigur næstu misserin.
Það er pólitískt sjálfsmorð að bjóða almenningi upp á einkavæðingu þegar dæmin sýna svart á hvítu að einkavæðing er annað orð yfir þjófnað á almannaeigum.
Sjálftökuliðið, þetta fólk sem græðir á daginn og grillar á kvöldin, óttast að Borgunarmálið leiði til þess að ríkiseigur fáist ekki lengur á brunaútsölu.
Örvæntingarfullar tilraunir málsaðila í Borgunarmálinu að útskýra sig frá myrkraverkum snúast um allt annað en að skila þjóðinni fjármunum sem sjálftökuliðið hirti af henni. Samt ætti það að vera einfalt reikningsdæmi.
![]() |
Segja Steinþór fara með dylgjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og frægt er eru Sjálfstæðismenn fólk sem vill græða á daginn og grilla á kvöldin, að mati frægasta hugmyndafræðings flokksins, Hannesi Hólmsteini. Síðuhafi fellir því þungan dóm hér, nema hann skilgreini Sjálfstæðismenn öðruvísi en Hannes Hólmsteinn.
Wilhelm Emilsson, 16.2.2016 kl. 07:53
VÆri þá ekki rökrétt að framsókna hallaði sér að VG í næstu kosningum frekar en að xd?
Jón Þórhallsson, 16.2.2016 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.