Bjarni Ben er einangraður - aðeins einn kostur

Ákafasti talsmaður einkavæðingar Landsbanka er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Eftir ályktun Vinstri grænna eru tveir stjórnmálaflokkar orðnir yfirlýstir andstæðingar einkavæðingar Landsbanka - Framsóknarflokkurinn talar í sömu átt.

Þetta þýðir að Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að fá pólitískan stuðning við einkavæðingu frá Samfylkingunni - sem er harla ólíklegt að fáist.

Borgunarmálið gerbreytti umræðunni um einkavæðingu. Málið sýndi ofan í kviku græðgi og spillingar sem einkavæðing ríkiseigna býður upp á.

Í fjölmiðlaviðtölum um Borgunarmálið talar Bjarni Ben um að Borgunarmálið gæti breytt mati hans á sölu Landsbanka. Það er skynsamleg nálgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins myndi bæði treysta sig og flokkinn í sessi með því að draga réttan lærdóm af Borgunarmálinu.


mbl.is Landsbankinn verði samfélagsbanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er ekki BB búinn að redda fjölskylduni miljörðum?

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 10:15

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri honum ekki nær að lúta vilja framsóknarflokksins og meirihluta landsmanna í þessu máli?

Jón Þórhallsson, 14.2.2016 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband