Kristnir gegn múslímum - Pútín kristinn leiđtogi

Menningarheimar kristinna og múslíma stríđa, í takt viđ uppskrift Samúels P. Huntington. Kristni menningarheimurinn er ţríklofinn; mótmćlendur í Norđur-Evrópu og Bandaríkjunum, kaţólikkar í Suđur-Evrópu og Suđur-Ameríku og loks rétttrúađir sem áttu höfuđstöđvar sínar í Miklagarđi (Istambúl) ţar til múslímar hröktu ţá ţađan til Moskvu fyrir 500 árum.

Pútín Rússlandsforseti er ,,kraftaverk guđs" segir Kirill patríarki rétttrúađra, samkvćmt Guardian. Fundur Frans páfa og Kirill í Havana á Kúbu er stórpólitískur og liđur í nýsköpun Pútín sem kristins leiđtoga.

Kaţólski meiđur kristni er, ólíkt mótmćlendum, ekki veraldarvćddur. Bćđi í kaţólsku og rétttrúnađinum er hefđ fyrir baráttu gegn villutrú. Mótmćlendur gáfu slíkar pćlingar upp á bátinn eftir frönsku byltinguna. Sem sést m.a. á ţví ađ forysturíki mótmćlenda er međ forseta međ múslímanafn.

Ađalumrćđuefni páfa og patríarkans var ofsóknir gegn kristnum í miđausturlöndum. Sprengjuvélar Pútín reyna ađ skakka ţann ljóta leik, eru pólitísku skilabođin. Múslímar hóta Pútín öllu illu. Öflugasta súnnaríkiđ, rekiđ af Sád-fjölskyldunni, gerir Pútín ţann greiđa ađ nefna hann sérstaklega sem höfuđandstćđing súnna.

Múslímar skiptast í tvćr megingreinar, súnna og sjíta. Öfgaútgáfan af súnnatrú, wahabismi frá Sádi-Arabíu, er réttlćtingin fyrir sprengjuárásum Pútín í Sýrlandi.

Í Norđur-Evrópu nýtur Pútín vaxandi hylli mótmćlenda. Ţeir sjá í Pútín mann ţjóđernishyggju gegn múslímavćddri fjölmenningu.

Til skamms tíma reyndu gamlir kaldastríđshaukar á vesturlöndum ađ skilgreina Pútín sem valdasjúkan kommúnista. Sú útfćrsla á andófi gegn Rússlandsforseta er dćmd til ađ mistakast. Eftir ţví sem átökin í miđausturlöndum fćrast nćr handriti Huntington, um stríđ siđmenninga, verđur stađa Pútín sterkari.

Ađeins einn leiđtogi á vesturlöndum kemst međ tćrnar ţar sem Pútin er međ hćlana. Austur-ţýska prestsdóttirin Angela Merkel er á hinn bóginn í stórkostlegum erfiđleikum vegna múslímskra flóttamanna og getur lítt beitt sér á alţjóđavettvangi.

Pútín segir ađ nćsta heimsstyrjöld gćti hafist í Sýrlandi. Almenningur á vesturlöndum mun ekki flykkjast á bakviđ öfgamúslímana í Sádí-Arabíu gegn Pútín. Helstu bandamenn Sáda-fjölskylduríkisins, ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Nató-landa, eru enn fastir í handriti kalda stríđsins. En ţađ handrit er úrelt.


mbl.is Páfi fundar međ patríarka á Kúbu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband