Fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Hundkofakenning Baldurs og elítupólitík Samfylkingar
Baldur Þórhallsson prófessor og varaþingmaður Samfylkingar vinnur að framgangi kenningar sem hann kallar ,,skjólskenningin" og felst í að smáríki sitji og standi eins og næsta stórveldi býður.
Hundakofakenning Baldurs er smíðuð utan um pólitískt markmið Samfylkingar að gera Ísland að ESB-ríki. Rökin eru þau eftir að Bandaríkin hurfu héðan með sitt hernaðargóss 2006 átti Ísland að finna sér hundakofa á óðalsjörð Evrópusambandsins - til að fá ,,skjól".
Baldur, líkt og margt háskólafólk í Samfylkingu, telur óþarfa að almenningur fái að segja álit sitt á staðsetningu hundakofans. Á alþingi 2012 sagði varaþingmaðurinn Baldur að almenningi kæmi ekkert við hvernig málum væri skipað á Íslandi í aðdraganda ESB-aðildar.
Elítupólitík af þessu tagi, byggð á fílabeinskenningum prófessora, er veigamikil ástæða fylgishruns Samfylkingar.
Athugasemdir
Þessi maður er..... jamm best að segja ekki meir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2016 kl. 16:10
Og einhverjum álfum datt í hug, að það væri tilvalið að gera þennan ESB-mann að næsta forseta Íslands!!!
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.