Þriðjudagur, 9. febrúar 2016
Samstaða um að tapa fyrir Rússum
Ísland var vélað til að taka upp þykkjuna við Rússa, sem við eigum ekkert sökótt við, og höfum aldrei átt, til að styðja við loftkastalapólitík Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Úkraínu.
Úkraínudeilan tengist stríðinu í Sýrlandi þar sem Bandaríkin/Nató eru að tapa. Bandaríkin eru orðin langþreytt á miðausturlöndum, kröfur um að hætta þar hernaði verða háværari.
Bandaríkin og ESB munu tapa í Úkraínu, sem er bakgarður Rússa. Líkur eru á að miðausturlönd verði vesturveldunum dýrkeypt.
Og hvers vegna í veröldinni ætti Ísland að eiga aðild að feigðarflani á framandi slóðum?
Samstaða gegn Rússum mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.