Þúkýdídes í Sýrlandi - vanmáttur vesturlanda

Vald í stríði og friði var fyrst skilgreint af Þúkýdídes, sem skrifaði um deilur Aþenu og Spörtu á dögum Pelsópseyjarstríðsins. Bókin er til í íslenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar.

Í Meleyjarþætti segir af herför Aþenumanna. Aþenumenn stilla eyjarskeggjum upp við vegg: annað hvort gefast þeir upp, gjalda Aþenu skatt og verða þeirra bandamenn eða að Meleyingum verði gjöreytt.

Meleyingar taka þann kost að veðja á stríðsgæfuna og tapa; þeim er tortímt.

Assad Sýrlandsforseti býður andstæðingum sínum upp á sömu kjör; gefast upp eða deyja. Með kaldrifjaðri hörku og stuðningi frá Rússum og Íran sækir her Assads fram gegn uppreisnarmönnum, er njóta stuðnings Bandaríkjanna og Nató.

Guardian segir frá þrem þorpum á valdi uppreisnarmanna er voru yfirgefin af ótta við loftárásir Rússa. Af fréttinni að ráða virtust þorpsbúar hlynntir uppreisnarmönnum en sáu þann kostinn vænstan að biðja þá að yfirgefa vettvang áður en rússneskar hervélar tortímdu byggðinni fyrir hönd Assad.

Vesturlönd geta ekki háð hernað á sömu forsendum og Assad og Rússar og Íranar. Almenningur heldur Bandaríkjunum og Nató við önnur siðagildi en þau sem múslímar og Rússar fylgja.

Vesturlönd gera ekki annað en að auglýsa vanmátt sinn í miðausturlöndum. Innrásin sem hleypti öllu í bál og brand, Íraks-innrás Bandaríkjanna og Nató árið 2003, átti að sýna styrk vesturlanda en gerir þveröfugt.

Styrkur, kenndi Þúkýdídes, er takmarkalaus valdbeiting. Vesturlönd ættu að láta sér nægja sjálfsvörn en ekki valdeflingu á framandi slóðum.  

 

   


mbl.is Sökuð um „gjöreyðingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vesturlönd höndla ekki lengur stríð.  Fólk fær klígju af því, en fyllist ekki einhverjum blóþorsta.

Það er gott og slæmt - gott, vegna þess að þá er evrópa minna að þvælast með einhverjar hernaðaraðgerðir þar sem hún á ekkert að vera, og slæm vegna þess að það er fullt af grimmu liði þarna úti.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2016 kl. 16:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vesturlönd þar sem fólk fær klígju af stríði! Eitthvað kannast maður við vörn stærstu ESB landa gegn hernaði hvert á annað. Ekki eru þeir að sýna neina friðsamlega tilburði í gengdarlausum yfirgangi og ögrun í austur Evrópu.      

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2016 kl. 23:40

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, þú hljómar eins og þú hafir gleypt heilan árgang af Pravda :)

Wilhelm Emilsson, 9.2.2016 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband