Mánudagur, 8. febrúar 2016
Svanur kennir Pírötum Machiavelli
Ungt fólk nennir ekki að kjósa, segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði, og víst er það satt og rétt hjá honum.
En prófessor Svanur, sem er Pírati, vill engu að síður að fá sinnulausa fólkið á kjörstað til að kjósa róttæklingana í Pírötum að breyta Íslandi.
Mótsögnin, að sinnulausir kjósendur breyti stjórnskipun landsins, er ekkert að þvælast fyrir Svani. Píratinn Svanur nálagst valdið eins og Machiavelli.
Athugasemdir
Góða athugasemd frá Óskari Guðmundssyni og mjög athyglisverðan pistil Páls þakkaði ég hér, á síðustu vefslóð hans: Píratar boða stjórnleysi, með þessum orðum mínum að auki:
"Góðir menn flestra flokka þurfa að hafa órofa samstöðu um að afhjúpa vitleysingaframboðið sem slíkt. Það gera nú æ fleiri raunar [t.d. við Páll]. Og það á ekki að sýna Birgittu neina miskunn vegna augljósra loforðasvika hennar." [Og ekki þegir t.d. Björn Bjarnason yfir þeim.]
Jón Valur Jensson, 8.2.2016 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.