Mánudagur, 8. febrúar 2016
Píratar boða stjórnleysi
Stjórnmál á landsvísu ganga þannig fyrir sig að ekki skemur en á fjögurra ára fresti leggja þingmenn á alþingi gerðir sínar fyrir dóm almennings. Í kosningum gefst þjóðinni tækifæri að skipta út meirihluta á alþingi, nokkuð sem hún gerir reglulega.
Á milli kosninga er ætlast til þess að meirihlutinn á alþingi skapi stjórnfestu sem samfélagið og opinberar stofnanir þurfa á að halda til ekki ríki stjórnleysi.
Píratar eru yfirlýstir andstæðingar stjórnfestu og vilja stjórnleysi. Píratar ætla að bylta stjórnskipuninni með nýrri stjórnarskrá. Reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur komi í stað þingkosninga sem afgerandi þáttur stjórnmálanna.
Enginn meirihluti verður til í stjórnskipulagi Pírata, aðeins síkvikt múgræði sem vill eitt í dag og annað á morgun. Litlar klíkur hingað og þangað um samfélagið munu keppast um að finna stærsta samnefnarann hverju sinni en almenningur verður afhuga og kosningaþátttaka minnkar.
Eftir upplausnarástand Pírata kemur krafa um sterka leiðtoga sem sjái til þess að fólk fái frið fyrir stjórnmálum.
Óábyrgt að fara frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættulegast við Pírata er að þeir vita ekki hvað hlutirnir kosta.
Borgaralaunin sem þeir lofa kosta m.v. núuverandi stöðu um 900 milljarða á ári.
Óskar Guðmundsson, 8.2.2016 kl. 10:39
Góð athugasemd frá Óskari ... og mjög athyglisverður pistill Páls.
Góðir menn flestra flokka þurfa að hafa órofa samstöðu um að afhjúpa vitleysingaframboðið sem slíkt. Það gera nú æ fleiri raunar. Og það á ekki að sýna Birgittu neina miskunn vegna augljósra loforðasvika hennar.
Jón Valur Jensson, 8.2.2016 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.