Sunnudagur, 7. febrúar 2016
Verðtrygging skiptir ekki máli - í engri verðbólgu
Verðtrygging skiptir ekki máli þegar verðbólga er lítil sem engin. Komi verðbólguskot hækka verðtryggð lán, sem nær eingöngu eru langtímalán, og afborgarnir hækka.
Verðtrygging verður ekki til umræðu í kosningabaráttunni ef verðbólgan er lág.
Framsóknarflokkurinn ætti ekki að hafa áhyggjur af umræðu um verðtrygginu ef ríkisfjármálin eru í lagi og þensla valdi ekki verðbólgu.
Framsókn hefur miklar áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Verðtrygging skiptir ekki máli þegar verðbólga er lítil sem engin."
Einmitt þessvegna er núna góður tími til þess að afnema hana, sem væri um leið besta forvörnin gegn því að verðbólga fari aftur á skrið síðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2016 kl. 14:34
Það eru nú ýmis teikn á lofti um að Framsókn sé farin að setja dýru gjafirnar í loforðapokann. Eygló og Frosti ríða þar á vaðið.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2016 kl. 17:01
Það eina sem þarf er að samþykkja frumvarpið sem hefur verið lagt fram. Þeir þingmenn sem hafa lofað afnámi verðtryggingar en samþykkja það ekki nú þegar á reynir, hljóta svo að þurfa að útskýra það fyrir kjósendum sínum. Það væri fróðlegt að fá að heyra þær útskýringar.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2016 kl. 17:12
Við skulum þá vona Guðmundur minn, að þessir kjósendur eigi hvorki sparifé á bók eða inneign í lífeyrissjóði.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2016 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.