Píratar eru verkfæri til valda

Með 35 prósent fylgi og þar yfir eru Píratar verkfæri til valda. Ýmsir hópar í samfélaginu hugsa sér gott til glóðarinnar að nýta sér fylgi Pírata til valdeflingar.

Píratar eru, enn sem komið er, óskrifað blað og óflekkaðir af valdapólitík. Þeir geta ekki leyft sér lengi enn að vera jómfrúin sem tekur öllum vonbiðlum vel en þorir engan að hryggbrjóta.

Vald byggt á skoðanakönnunum er hverfult. Varanlegur valdagrunnur fæst með bandalögum. Spurning Pírata er með hverjum og um hvað.


mbl.is Sögusagnir um yfirtöku frjálshyggjumanna úr lausu lofti gripnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið við þeirri spurningu hlýtur að fást í kosningunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2016 kl. 14:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

35,prósent?  Skal aldrei verða!

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2016 kl. 15:56

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Í þessum skoðanakönnunum um fylgi Pírata, þá er þetta svokallaða "kannana-fylgi", í raun "gerfi-fylgi". Flest allir sem "smella á”, eða velja  þessa Pírata í könnunum eru í raun og veru að lýsa yfir  vanþóknun sinni á Alþingi og störfum flestra þingmanna allra flokkanna sem nú sitja á Alþingi. Þeir hinir sömu "kannana-gestir" myndu aldrei á æfinni, svo mikið sem láta sér detta í hug, að kjósa í raunverulegum kosningum þennan sjóræningaflokk, - flokk sem er uppsuða einhverra stjórnleysingja og ruglukolla úti í Evrópu.

 

Að mínu mati, þá hafa þessir þrír þingmenn þessa flokks, (sem nú sitja á Alþingi), aldrei komið fram með neinar tillögur sem hugnast þjóðinni. Því eins er það mitt álit að þessi Pírata flokkur muni þurkast út, í næstu kosningum.

Tryggvi Helgason, 4.2.2016 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband