Vinstriflokkarnir sameinist, flækjan er ólýðræðisleg

Vinstriflokkarnir á alþingi gerðu þjóðinni greiða að sameinast, eins og Össur Skarphéðinsson leggur til.

Flækjan sem vinstriflokkarnir standa fyrir, að bjóða upp á fjórar útgáfur af vinstripólitík, er ólýðræðisleg. Flokkarnir fjórir Píratar, Björt framtíð, Vinstri grænir og Samfylkingin valda pólitísku ógagnsæi sem er lýðræðinu fjötur um fót.

Sameining vinstriflokkanna felur í sér að þrír starfandi flokkar yrðu á þingi; vinstriflokkur, miðflokkur og hægriflokkur.

Kjósendur stæðu frammi fyrir skýrum valkostum. Það er til hagsbóta fyrir lýðræðismenninguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað kemur í veg fyrir þá sameiningu?

Jón Þórhallsson, 1.2.2016 kl. 12:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Smákóngaleikurinn hjá formönnunum kemur í veg fyrir sameiningu á vinstri vængnum, Jón.

Jóhann Elíasson, 1.2.2016 kl. 17:34

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Jóhann og Jón Þórhalls er með táknið á forsíðu-bloggi sínu.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2016 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband