Laugardagur, 30. janúar 2016
Hverjir eiga Ísland? Rétt svar gefur sigur 2017
Ríkið mun eignast innlendan hluta gjaldþrotabúa hrunbankanna í skiptum fyrir erlendar eigur, sem fara til kröfuhafa búanna.
Ríkið á þá a.m.k. tvo banka, Íslandsbanka og Landsbanka, en sá þriðji, Arion, var í sölu þegar síðast fréttist. Ásamt bönkunum fylgja milljarðaeigur í fasteignum og fyrirtækjum.
Þjóðin er ríkið og þessar eigur eru þjóðareigur. Ríkið mun á hinn bóginn ekki eiga góssið til langframa, þó að vonandi sé að Landsbankinn verðir þjóðarbanki um ókomna tíð.
Ríkisstjórnin fær eitt tækifæri til að koma þjóðareignum í umferð, aðeins eitt. Ef hún klúðrar tækifærinu er úti um sigurmöguleika ríkisstjórnarflokkanna í þingkosningunum 2017.
Lærdómurinn af síðustu einkavæðingu er að hún gekk of hratt fyrir sig. Skynsamleg áætlun fyrir einkavæðinguna sem nú stendur fyrir dyrum er að dreifa sölunni á tíu til tuttugu ár í gagnsæju og opnu ferli.
Stórmál fyrir lausn á höftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þarf að fara að dusta rykið af ráðgjöf Mats Josefson og stofna alvöru eignaumsýslufélag undir stjórn erlends sérfræðingahóps til að tryggja að eingöngu fagleg sjónarmið ráði við ráðstöfun þessara gífurlegu eigna sem ríkið á núna. Undir þetta þarf líka að setja eignasafn Íbúðalánasjóðs og Seðlabankans. Ég er sammála að þetta gæti alveg tekið 10-20 ár en umfram allt verður að koma í veg fyrir það sem nú er að gerast í Landsbankanum og ÍLS, einhver snefill af heilbrigðri skynsemi virðist ríkja í eignaumsýslu SÍ en það er samt óeðlilegt að hann sé enn í þessari stöðu.
Óhreina fjármagnið sem enn bíður í skattaskjólunum verður að hreinsa áður en því verður ráðstafað til fjárfestinga. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni efnahagsráðuneytis, seðlabanka og skattrannsóknastjóra
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2016 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.