Guðni góður kostur á Bessastaði

Hreyfing er í þá átt að fá Guðna Ágústsson til framboðs forseta í sumar þegar Ólafur Ragnar lætur af húsmennsku á Bessastöðum.

Guðni er góður kostur á Bessastaði. Hann kann stjórnmál afturábak og áfram, er stjórnarskrármaður, seinþreyttur til vandræða en hvikar hvergi þegar á hólminn er komið.

Lýðveldið væri í góðum höndum Guðna Ágústssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef Guðni væri kálhaus þá væri löngu búið að henda honum því hann er bæði útrunninn og skemmdur...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2016 kl. 09:44

2 Smámynd: Elle_

Nei Guðni væri frambærilegur og traustur forseti. 

Elle_, 29.1.2016 kl. 11:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Guðni er heill,ég myndi kjósa hann.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2016 kl. 11:44

4 Smámynd: Elle_

Já af öllum sem fram hafa komið, segi ég það sama Helga.

Elle_, 29.1.2016 kl. 11:51

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þá koma aftur kýr í Bessastaðafjós.

Eiður Svanberg Guðnason, 29.1.2016 kl. 12:10

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Papppprikkkka er góð.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2016 kl. 13:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og úr því að búið er að gefa þeim, sem halda vilja í stjórnarskrána frá 1944 sem "stjórnarskrármenn" eða jafnvel stjórnarskrárvini, voru Sveinn Björnsson forseti og þeir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og aðrir talsmenn stjórnmálaflokkanna 1944 sem allir lofuðu þjóðinni nýrri stjórnarskrá, væntanlega "stjórnarskrárandstæðingar".

Ómar Ragnarsson, 29.1.2016 kl. 16:34

8 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Það er margt sem bendir til að við Íslendingar munum upplifa mikið góðæri á komandi árum. Á slíkum tímum er ekki síður nauðsynlegt að í forsetastólinn setjist maður sem þekkir sögu landsins vel, þekkir uppruna þjóðarinnar, ber virðingu fyrir landi, fullveldi og þjóð. Sameinar sveitir og borg. Færir hið gamla nær því nýja. Kætir en jafnframt fræðir. Þessir eiginleikar eru ekki á allra vörum en Guðni býr yfir öllum þeim mannkostum.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 29.1.2016 kl. 18:27

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

En konan er best geymd bak við eldavélina. Nei Guðni er barn síns tíma, please ekki ala með honum þá kennd, að hann gæti orðið forseti.

Jónas Ómar Snorrason, 29.1.2016 kl. 19:42

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held þetta sé nú ekki góður kostur að fá einhvern brandarakarl í þetta embætti. Hann er lítið betri en Jón Gnarr. 

Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2016 kl. 20:48

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Kýrskýr Eiður man það gamla og málfarið líka.- Við þrjú hér auk pistlahöfundar,þekkjum orðið nokkuð vel á vinstrið sem gengur fyrir stórveldisdraumum ESB. Það er stórhættulegt að hleypa nokkrum úr þeirra röðum í æðsta embætti Íslands.Ómar,þú hlýtur að segja þér það sjálfur að hafi höfðingjarnir; Sveinn Björnsson,Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen,allir sjálfstæðissinnar,lofað nýrri Stjórnarskrá,hefði þeir aldrei fallist á að nokkur vafi léki um fullveldi íslensku þjóðarinnar. Sigurður Líndal einn fremsti lögspekingur okkar,hefur margoft sagt að okkur nægji þessi gamla.  

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2016 kl. 01:47

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

NEI

Rafn Guðmundsson, 30.1.2016 kl. 02:44

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nýjustu fréttir:

"Þó menn nefni forsetann við mig og hafi gert árum saman, þá hef ég aldrei mátað mig við það embætti og ég er ekkert á leið í framboð. Þannig að þetta er allt á hreinu af minni hálfu. Ég þakka þeim fyrir að nefna nafn mitt í svo stórt embætti. Það er heiður og þökk sé þeim fyrir það en þeir eiga ekki að eyða tíma í þetta. Nú þarf að finna öflugan forseta sem fullnægir þessu mikilvæga embætti og þeim skilyrðum sem gerð eru til forseta Íslands,“ segir Guðni.

Heimild: Stundin

Wilhelm Emilsson, 30.1.2016 kl. 08:08

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hér kemur þetta aftur og er vonandi læsilegra núna.

Nýjustu fréttir:

"Þó menn nefni forsetann við mig og hafi gert árum saman, þá hef ég aldrei mátað mig við það embætti og ér er ekkert á leið í framboð, þannig að þetta er allt á hreinu af minni hálfu. Ég þakka þeim fyrir að nefna nafn mitt í svo stórt embætti. Það er heiður og þökk sé þeim fyrir það en þeir eiga ekki að eyða tíma í þetta. Nú þarf að finna öflugan forseta sem fullnægir þessu mikilvæga embætti og þeim skilyrðum sem gerð eru til forseta Íslands," segir Guðni.

Heimild: Stundin

Wilhelm Emilsson, 30.1.2016 kl. 08:12

15 Smámynd: Elle_

Höfum við ekki bara alveg nóg af sterkum fullveldissinnum?  Það væri ekki fjarri lagi að ýta við nokkrum fullveldissinnum enn, kannski úr Evrópuvaktinni og Heimsýn, ritstjórn Morgunblaðsins og Vinstrivaktinni?

Elle_, 31.1.2016 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband