Þriðjudagur, 26. janúar 2016
Glæpir í orði og verki
Flóttamenn frá löndum múslíma taka með sér menningu sína til vesturlanda. Hluti menningarinnar er kvenfyrirlitning. Í stað þess að ræða opinskátt kvenfjandsamlega trúarmenningu múslíma, er skipulega reynt að þagga niður í umræðunni, ekki síst í Svíþjóð.
Sænsk yfirvöld ráða ekki við flóttamennina sem koma til landsins. Samkvæmt Guardian er beðið um nokkur þúsund fleiri lögregluþjóna til að hafa hemil á flóttamönnum.
Engum er greiði gerður með andvaraleysi sem felst í að taka við flóttamönnum umfram það sem menningarlegir og efnislegir inniviðir samfélagsins þola.
Viðbrögðin við fréttum af glæpnum í Molndal verða eftir því ofsafengin sem klén frammistaða yfirvalda rennur upp fyrir fleiri Svíum.
Hryllilegur glæpur í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þetta er náttúrulega bilun"þegar þjóðríki og heil álfa tekur sig til og fer að ala upp þegna sína.Nær væri að þeir spyrðu sig hvers vegna þeim vegnaði svona vel og urðu velferðarríki.
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2016 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.