Sigríður: Árni Páll skilur hvorki pólitík né efnahagsmál

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar, ásamt Helga Hjörvar, sem formaðurinn afneitar. Árni Páll formaður segist bíða eftir evru í stað krónu - þá munu öll efnahagsmál á Íslandi lagast af sjálfu sér.

Sigríður Ingibjörg segir Árna Pál ekki ekki fatta að slagurinn um evruna sé tapaður:

Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna.

Árni Páll sigraði Sigríði í formannsslag Samfylkingar með einu atkvæði. Hún segist ekki ganga með formanninn í maganum en finnur hjá sér þörf að benda alþjóð á að sitjandi formaður skilji hvorki pólitík né efnahagsmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvorugt þeirra skilur Evrópusambandið heldur, því eins og lesa má út úr ýmsum dómum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins er verðtrygging alls ekkert bönnuð samkvæmt reglum ESB. Innganga Íslands myndi því ekki hafa nein sjálfvirk áhrif á verðtrygginguna, heldur mun það alltaf verða ákvörðun Alþingis hvort eigi að heimila hana eða ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2016 kl. 01:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta eiga þau að vita,en þetta veist þú og ekki rengi ég þig,þú ert með (sýnist mér)allt svona á hreinu.-- Talast þau ekki við eftir formannsslaginn?- Það er eins og komið hafi styggð að fámennu hjörðinni eftir seinustu kosningar.Enginn veit hver er forystusauðurinn og treystir því ekki þeim sem er með bjölluna,þrátt fyrir litinn.Virkar eins og sýnishorn af taktinum sem verður í fjölmenningunni,baula á hvern annan eitthvað svo óskyljanlegt. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2016 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga. Þetta er ekki spurning um hvort ég hafi þetta á hreinu. Það sem ég gerði var að spyrja einfaldlega sendiherra ESB á Íslandi um hvaða áhrif hugsanleg innganga Íslands í ESB myndi hafa á verðtryggingu, og hann sagði að þau áhrif yrðu engin heldur væri verðtrygging ákvörðun Íslendinga sjálfra. Jafnframt má vísa til dómsmálanna um verðtryggðu neytendalánin, þar sem var meðal annars leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, sem fer eftir sömu reglum og gilda innan ESB. Þar kom fram að ekkert í þeim reglum bannar verðtryggingu. Ég gæti talið upp allskonar númer og lagatilvísanir, en ákvað að sleppa því til að flækja þetta ekki um of fyrir almennum lesendum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2016 kl. 14:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nenni heldur ekki að eltast við það,fyrirgefðu greindarhólið, en satt að segja er mér alveg sama um allt nema Ísland með Íslendinga í stjórn landsins. Það er hægt að hafa góð sam/viðskipti við aðrar þjóðir án þess að skríða upp í kjöltuna á þeim og mala eins og heimilisköttur.

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2016 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband