Vel meint hjá Kára, en vanhugsað

Heilbrigðiskerfið er langdýrasti þátturinn í ríkisrekstri. Almennt má segja að þjóðarsátt sé um að við setjum nægan pening í heilbrigðisþjónustuna til að hún sé á heimsmælikvarða.

Við erum með þing og ríkisstjórn til að ákveða framlög til heilbrigðismála. Á þeim vettvangi, og almennri pólitískri umræðu, fer fram forgangsröðun sem birtist í fjárlögum hvers árs.

Eflaust er það vel meint hjá Kára Stefánssyni að styrkja heilbrigðiskerfið með undirskriftasöfnun. En undirskriftarsafnanir eru ekki stjórntæki sem koma i stað þings og stjórnarráðs.

Undirskriftarsöfnun - einnig þjóðaratkvæði - á við þegar um alger undantekningatilvik er að ræða, samanber Icesave-málið. Heilbrigðiskerfið er viðvarandi viðfangsefni. Engin ein ákvörðun gerir það betra eða verra. Þess vegna mun söfnun undirskrifta á netinu ekki gera stóra hluti fyrir heilbrigðiskerfið, nema þá í skamma stund.

Stjórnfesta færi veg allrar veraldar ef undirskriftasafnanir leystu af hólmi pólitíska orðræðu á þingi, í ríkisstjórn og í samfélaginu. Við sætum uppi með múgræði.


mbl.is Reiknar með ásökunum um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi stjórnfesta sem þér er tíðrætt um, er bara annað orð yfir íhaldssemi sem byggir á þeim hræðsluáróðri að engu megi breyta kæri Páll. Þessi undirskriftasöfnun er ekki vanhugsuð að því leyti að þetta er ekki ígildi skuldbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Miklu fremur á hún að lýsa þjóðarvilja ef markmiðin nást. Þessi tilhögun sem nú er höfð að fjárveitinganefnd Alþingis skammti veiku og deyjandi fólki læknisúrræði eða að forstjóri Sjúkratrygginga ráði því hver fær meðferð hjá sérfræðilækni er svo galin, að jafnvel íhaldssömustu karlfauskum hlýtur að misbjóða. Við stöndum á þeim tímamótum að þjóðin er að eldast hratt og heilsufarið með öllum þessum lífsstílssjúkdómum að versna.  Núverandi kerfi er engan veginn undir þetta búið og ekki að sjá að ráðamenn geri sér grein fyrir alvarleikanum. Það gerir hinsvegar Kári og hann er sko enginn lýðskrumari að mínu mati

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.1.2016 kl. 20:19

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Jóhannes, ég er bæði karlfauskur og íhaldssamur en ég sagði Kára ekki lýðskrumara.

Mér finnst eðlilegra að hafa uppi umræðu, líkt og Kári og fleiri hafa gert, til að hnika góðum málum áfram, t.d. heilbrigðisþjónustu, en að efna til undirskriftasöfnunar um málefni sem verður alltaf á dagskrá og verður ekki leyst með einu átaki.

Undirskriftarsöfnun ársins 2016 verður gleymd og grafin árið 2018, ef ekki fyrr, en heilbrigðiskerfið þarf samt umræðu og athygli og ekki síst fjármagn.

Páll Vilhjálmsson, 22.1.2016 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband