Föstudagur, 22. janúar 2016
Skák og mát góða fólksins
Æðstiklerkur í Sádí-Arabíu bannar manntafl og segir það tímasóun og tengt veðmálum. Þar með er skákbann orðið að trúarmenningu múslíma. Gagnrýni á skákbann múslíma gæti þótt móðgun við trú þeirra.
Annað dæmi: múslímskir karlar í Englandi komast upp með að banna eiginkonum sínum að læra ensku, samkvæmt frásögn lækna og annarra sem þekkja til. Gagnrýni á ólæsi múslímakvenna er móðgun við múslímska karlamenningu.
Gagnrýni og móðganir eins er hatursorðræða annars.
Góða fólkið er komið með lögregludeild sem fylgist með gagnrýni á trúarmenningu múslíma. Annað tveggja gerist, að við mátum góða fólkið eða góða fólkið setur skák og mát á tjáningarfrelsið.
Vita lítið um hatursglæpi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bíð spenntur eftir næsta skammaryrðinu í svart-hvítri uppsetningunni, sem býr þau til í hverjum pistlinum af öðrum.
Þegar eru komin skammaryrðin "góða fólkið" sem vill setja "skák og mát á tjáningarfrelsið" að þínum dómi, og síðan nýrra skammaryrði, "bótafólkið" sem eru ómagar á þjóðinni og andstæða við þá sem vinna í stóriðjuverum og halda þjóðfélaginu uppi.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2016 kl. 13:01
Páll hefur tjáningarfrelsi og hefur látið reyna á það og Ómar hefur tjáningarfrelsi og er sem betur fer óhræddur við að tjá sig. Ég við stöndum ekki vörð um tjáningarfrelsið getur það orðið skák og mát. Það er ekki svart-hvít hvít uppsetning að mínu mati. En sem betur fer getur hver sem er mótmælt þeirri skoðun.
Wilhelm Emilsson, 22.1.2016 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.