Úkraína, olían og alþjóðakreppan

Lækkandi olíuverð ætti að hækka hlutbréf í öllum öðrum fyrirtækjum en þeim sem stunda olíuvinnslu. En markaðir í ársbyrjun hríðfalla, m.a.s. á Íslandi, þar sem engir olíuhagsmunir eru í veði.

Ástæðan fyrir svartsýni markaða er undirliggjandi spenna milli stórveldanna, Bandaríkjanna og Rússlands. Vegna þessarar spennu er engin lausn fyrirsjáanleg í miðausturlöndum þar sem Bandaríkin styðja Sáda og súnna en Rússar sjíta og Írani en hryðjuverkasamtök eins og Ríki íslams fitna eins og púkinn á fjósabitanum. Afleiðingin er m.a. milljónir flýja miðausturlönd og lama stjórnmál í Evrópu.

Úkraína er uppspretta spennunnar milli Bandaríkjanna og Rússlands. Fyrir tveim árum studdu Bandaríkin og ESB-ríkin stjórnarskipti í Úkraínu. Forseti hliðhollur Rússum, Viktor Janúkovítsj, var settur af en við tók stjórn hliðholl vesturveldunum. Í framhaldi hirtu Rússar Krímskaga af Úkraínu og rússneskir uppreisnarmenn yfirtóku austurhéruðin. Ríkisstjórnin í Kiev er gerspillt og getur ekkert gert nema með fulltingi vesturveldanna.

Úkraínudeilan er um það bil að leysast. Fyrir nokkrum dögum voru lögð drög að pakkalausn stórveldanna með fundi utanríkisráðherra landanna. Frekari fundir hafa farið fram sem og símtöl á milli forsetanna Obama og Pútíns.

Takist að leysa Úkraínudeiluna er komin forsenda fyrir sameiginlegri nálgun stórveldanna á ástandinu í miðausturlöndum. Og þar með verður friðsamlegra um að litast í henni veröld.


mbl.is Olían lækkar og lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband