Mánudagur, 18. janúar 2016
Danskur múslími um kvenfyrirlitningu
Í trúarmenningu múslíma skal konan hlýða karlinum. Hennar staður er heimilið; utan þess er hún á opinberum vettvangi þar sem karlinn ræður ríkjum. Kona sem er utan heimilis og ekki hulin klæðum býður körlum upp á sjálfsafgreiðslu, þeir mega gera við hana hvað þeir vilja.
Á þessa leið skrifar danskur múslími, Naser Khader, sem jafnframt er þingmaður. Tilefnið er umræðan um hegðun múslímskra karlmanna gagnvart vestrænum konum. Khader telur trúarmenningu múslíma uppsprettu kvenfyrirlitningar.
Múslímar, segir Khader, verði að horfast í augu við kvenfyrirlitninguna í trúarmenningunni. Það er forsenda fyrir því að hægt sé að koma í veg fyrir kynferðislegar árásir á konur.
Trúarmenning er seigfljótandi. Breytingar taka áratugi ef ekki árhundruð. Kahader og Milos Zeman segja í raun sama hlutinn. Múslímsk trúarmenning er ósamrýmanleg vestrænum lífsháttum.
Nær ómögulegt fyrir múslima að aðlagast Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir:"Múslímsk trúarmenning er ósamrænanleg vestrænum lífsháttum."
Ég hefði gjarnan viljað sjá skilgreiningu þína á þessum hugtökum og líka hvort þú telur að okkar Íslensku "lífsháttum" stafi hætta af múslímum búsettum á Íslandi.
Agla, 18.1.2016 kl. 15:36
Það er gott að við konur hér á vesturlödum höfum fengið frelsi frá kúgun trúarkreddu, þar sem maðurinn var álitinn "HÖFUÐ" konunnar, og kvenfyrirlitning var í hásæti. Ég man eftir að hafa vaxið upp í því umhverfi, líka þjóðfélagslega, - svo ekki er það lengra síðan.... það tók tvær heimstyrjaldir og harða ´baráttu kvenréttinda fólks í meir en hundrað ár, og ekki erum við alveg komin í mark ennþá, (td. launalega, og kvenfyrirlitningin stíngur uppi kollinum við og við, þann dag í dag, td. i talinu um rauðsokkur mm.!). Svissneskar konur fengu fyrst kosningarrétt 1971 !!! Ég óska hins sama frelsis fyrir múslímskar systur okkar. ( We all belong to the human family) Þar fyrir utan er Naser Khader sjálfur gott dæmi um að lángt frá allir múslímskir menn eru fullir af kvenfyrirlitningu, sem ég get borið persónulega vitnisspurð um. Lífið er ekki svart eða hvítt, það kemur í öllum litbrygðum og trúarbrögð koma í ýmsum túlkunum, það gildir líka fyrir Islam. Ég er einginn fan af Islam eða öðrum kreddum, og vona að bæði múslímar og kristnir sjái með tímanum að Guð eða andi lífsins er meira en hægt er að skilgreina í bókum og túlkunum, og að það þarf meira en trú til að verða almennileg manneskja sem er sönn og og samkvæm sjálfum sér, og getur elskað náúngann eins og sjálfann sig, sem er ein af aðal stoðunum í fleiri trúarbrögúm. Við þurfum að leggja á okkur til að fá frið og sameiningu í heiminum, ma. með því að gera fólk ekki verra en það er. Múslímar koma eins og við hin í öllum myndum og útgáfum, þó við af pólítískum ástæðum heyrum mest um þá sem eru svæsnastir. þar fyrir utan er sú útgáfa af Islam sem við höfum mest vandræði með Whabiisminn sem Saudi Arabía hefir verið að planta í múslímskum hverfum á vesturlöndum, síðastliðna marga áratugi, með "blessun" vestrænna yfirvalda, sem hafa lokað augunum fyrir hættunni frá Saudi Arabískum ofstækistrúar áhrifum á múslíma um allann heim. Það var Ronald Reagan og hanns stjórn, ásamt Saudí Arabíu, sem dróg ofstækis hópana(sem voru utangarðs og fámennir)fram í fylkinguna, og jós í þá peningum og vopnum og elfdi þá, til að hafa mótvægi gagnvart kommúnismanum. Það er orsökin fyrir útbreiðslunni á þessu ofstæki. Fólk var múslímar og bjó í þjóðflélögum sem voru undir áhrifum frá vestrænni menningu í fleiri af þeim löndum sem nú eru í rúst undir oki þessara ofstækismanna.Summasumarum, það var líka hluti af kristinni trúarmenningu að konan væri undirgefin manninum, og minna virði en hann, þángað til fyrir 40 til 50 árum síðan, og það finnast ennþá kristnir sem telja að svo eigi það að vera, samkvæmt því sem þeir álíta vera guðs orð og guds lov. Svo þettað er eineigður áróður sem er í gángi, og nokkuð hræsnilegur. Það voru ekki margir vestrænir karlmenn hrifnir af jafnréttisbaráttu vestrænna kvenna fyrir 40 árum síðan.....Ef við viljum betri heim og öruggari veröld fyrir alla, þá þurfum við að vera sanngjörn. Hvaða vandamál getur hálfur sannleykur og hálf lygi leist ?
Sigríður Þorsteinsdóttir, 18.1.2016 kl. 17:35
Staðreyndin er sú að virðing fyrir konum er meiri á Vesturlðndum en í flestum öðrum heimshlutum. Það hefur ekkert með trú að gera. Kristnir menn frá norður Afríku hafa sama viðhorf til kvenna og múslimskir landar þeirra. Það sama á við um kristna og múslimska íbúa í Miðausturlöndum, Indlandi og víðar þar sem staða kvenna er ekki sterk. Staða kvenna er heldur ekki góð í krisnum ríkjum sunnan Sahara.
Hvernig væri að raka á slæmri hegðun gagnvart konum með því að taka á þeim einstaklingum sem sýna af sér slíka hegðun án þess að blanda trúmálum inn í þá baráttu?
Sigurður M Grétarsson, 19.1.2016 kl. 05:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.