Laugardagur, 16. janúar 2016
Trump er frjálslynt íhald fremur en teboð
Strandirnar í Bandaríkjunum eru frjálslyndar, t.d. Kalifornía í vestri og New York í austri. Inn til landsins er meiri íhaldssemi og hún róttækari í suðri en norðri.
Stjórnmálamaður eins og Donanld Trump er líklegri að ná atkvæðum íhaldssamra í suðurríkjunum fremur en frjálslyndum við sjávarsíðuna. En þar sem hann er New York-búi er pólitískur farangur hans frjálslyndur.
Í utanríkismálum er Trump trúr uppruna sínum og er Atlantshafssinni fremur en meginlandssinnað teboð.
Wall Street Journal segir Trump geta orðið forsetaframbjóðandi repúblíkana. Það yrði saga til næsta bæjar.
New York sendir Cruz fingurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump is a RINO.
Vonandi vita allir hvað RINO þýðir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.1.2016 kl. 18:01
Rhino ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.1.2016 kl. 18:49
Nei RINO en ekki rhino, það vita allir að rhino er enska orðið fyrir nashyrning, en kanski vita ekki allir hvað RINO í stjórnmálaorðabók USA þýðir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.1.2016 kl. 19:00
Republican In Name Only. (Varð að fletta því upp. Google getur verið vinur þinn líka.)
Trump er eins og hann hafi lent utan úr geimnum.
Ég held hann verði kosinn. Sérstaklega ef Hillary verður á móti. Hann á algjörlega séns í hana. Og teflon-búálfinn líka. Sanders ætti kannski smá séns.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2016 kl. 22:51
Ég útskýri Trump fyrirbærið eins og Jón Gunnar Kristinssons fyrirbærið fyrir örfáum árum síðan á Íslandi.
En karlinn er RINO, það fer ekkert á milli mála, ofan á það þá er karlinn illgjarn og hrokafullur.
Kem ekki til með að kjósa fyrirbærið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.1.2016 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.