Bestir og flottastir fremja ekki glæpi

Snjallir menn með háskólapróf fremja ekki glæpi. Og enn síður eru þeir eru einnig fjölskyldumenn. Á þessa leið er hrunvörn Jónasar Sigurgeirssonar, fyrrum upplýsingafulltrúa Kaupþings.

Jónas skrifar í Fréttablaðið um dóma yfir útrásarbankamönnum

Hinir dæmdu eru, utan einnar konu, fjölskyldumenn - karlmenn sem flestir eru fæddir á árunum 1966–1976. Margir þeirra voru afburðanámsmenn og sammerkt er með þeim öllum að þeir voru með hreina sakaskrá þegar meint brot voru framin, flest sömu dagana haustið 2008.

Glæpir, samkvæmt skilgreiningu Jónasar, eru framdir af heimsku fólki, illa menntuðu og án fjölskyldu.

Í heimi Jónasar eru það ekki athafnir manna né afleiðingar sem skera úr um sekt eða sakleysi heldur áferðin, s.s. klæðaburður og lífsstíll. Útrásaraðallinn bjó til þessa ímynd á meðan allt lék í lyndi. Hrunið afhjúpaði þessa blekkingu. En sumir vilja trúa að svart sé hvítt og að glæpir séu ekki framdir af karlmönnum í jakkafötum á góðum launum. Þeir um það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband