Enn ein rökin fyrir Schengen fallin

Fullveldisframsalið í Schengen-samstarfinu var byggt á veikum forsendum. Straumur flóttamanna frá miðausturlöndum og Norður-Afríku afhjúpar veikleika Schegen. Flóttamannastraumurinn fer í gegnum jaðarríki Schengen, t.d. Grikkland, þar sem auðvelt er að sleppa í gegn, og halda þaðan norður á bóginn í leit að velmegun.

Norður-Evrópuríki treysta sér ekki að taka við óheftum straumi flóttamanna og taka upp landamæraeftirlit í trássi við Schengen.

Með því að norrænu ríkin taka upp landamæraeftirlit eru fallin enn ein rökin fyrir aðild Íslands að Scehgen. Íslendingar áttu samkvæmt þeim að taka þátt í ,,norræna vegabréfslausa samstarfinu." Þau Schengen-rök, eins og öll önnur, eru fallin.

 


mbl.is Danir taka upp landamæraeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er/ hvar er afstaða þeirrar sitjandi ríkisstjórnar íslands sem að þú styður í þessu máli?

Jón Þórhallsson, 4.1.2016 kl. 14:06

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Tómlætið í þessu risa- vandræðamáli er með ólíkindum. Fólk lætur eins og þetta skipti ekki máli og verði einhvern veginn rætt í Brussel, á meðan straumur farandfólks leitar að glufum og spyr einskis.

Ívar Pálsson, 4.1.2016 kl. 17:39

3 Smámynd: Jón Bjarni

Ef við ignorum þessa flóttamenn og meinum þeim að koma inn í Evrópu þá hljóta þeir á endanum að hverfa.. eða deyja - vandamálið leysir sig sjálft. 

Jón Bjarni, 4.1.2016 kl. 20:26

4 Smámynd: Jón Bjarni

Eða ekki... 

Jón Bjarni, 4.1.2016 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband