Mánudagur, 4. janúar 2016
Málfrelsi, trú og mannhelgi
Í stórri alþjóðlegri könnun meðal múslíma kemur fram að um þrír af hverjum fjórum, þ.e. um 75 prósent, múslíma í miðausturlöndum og Norður-Afríku vilja fremur sharíalög - trúarlög - en veraldleg lög.
Í sharíalögum liggur dauðarefsing við trúarskiptum. Trúfrelsi samrýmist ekki trúarmenningu múslíma. Yfir helmingur múslíma í miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem telja sharíalög eigi að gilda, telja jafnframt að dauðrefsing sé við hæfi þegar einhver gengur af trúnni.
Á vesturlöndum er trúfrelsi gefið. Sú hugsun að trú eigi fólk er vekur álíka andstyggð á vesturlöndum og þrælahald.
Vestræn gildi eins og málfrelsi og mannhelgi eru algerlega framandi meginþorra múslíma í miðausturlöndum og Norður-Afríku. Samkvæmt áðurnefndri könnun Pew-stofnunarinnar eru heil 91 prósent múslíma í miðausturlöndum og Norður-Afríku þeirrar sannfæringar að nauðsynlegt sé að trúa á guð til að vera siðgæðisvera.
Himinn og haf eru á milli vestrænna gilda og múslímskrar trúarmenningar.
Minnast árásanna í sérstakri útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem að forseti íslands er verndari Þjóðkirkjunnar samkvæmt stjórnarskránni að þá hefðu allir forsetaframbjóðendurnir gott af því að taka afstöðu til þess hvort að þeir vilji verja landið fyrir aukinni múslimavæðingu/moskum eða hvort að þeir ætli bara borða kavíar á Bessatöðum?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2159725/
Jón Þórhallsson, 4.1.2016 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.