Stjórnfestuforseti yfir sextugt óskast

Ráðsettan og reyndan einstakling þarf í embætti forseta Íslands. Nýr forseti þarf að búa yfir nægum þroska til að skilja að fyrsta skylda hans er við stjórnskipun lýðveldisins.

Unglingar undir sextugu eru margir haldnir þeirri ímyndun að heiminum megi breyta með stjórnvaldsákvörðunum. Reynslan kennir að sárafáar stjórnvaldsákvarðanir breyta framvindu sögunnar í meginatriðum. Pólitískar ákvarðanir eru iðulega aðlögun að veruleika sem verður til þrátt fyrir stjórnmál fremur en vegna þeirra.

Stjórnfestuforseti tæki við Bessastöðum með því hugarfari að stjórnskipun lýðveldisins er hornsteinn þjóðarheimilisins. Allir komnir til vits og ára kunna þau sannindi að án heimilisfriðar er engin hamingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir með þér kæri Páll í þessu sem flestu örðu sem þú skrifar jafnan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2016 kl. 15:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Forsetaembættið á Íslandi snýst ekki um að vernda tsetsefluguna í Afríku.  Þótt það sé í sjálfu sér verðugt baráttumál.

Kolbrún Hilmars, 3.1.2016 kl. 15:36

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú svona 40.000 manns ættu að bjóða sig fram til forsetekjörs og sá kjörni hafi sem fyrsta mál að skipa þjóðstjórn með hinum 39.999 sem sætu þá það þjóðþing. Restina vitum við sem eru kominn á "aldur". Og skítt með flugur!

Eyjólfur Jónsson, 3.1.2016 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband